Í vikunni voru hrekkjavökubekkjarpartý hjá báðum skólakrökkunum okkar.. fyrst hjá Olla og svo hjá Ásu í kvöld 😉 Ég var frekar hugmyndalaus hvað varðar veitingar, því jú það er óskað eftir veitingum á sameiginlegt hlaðborð og einhvernvegin endar það alltaf þannig að allt of mikið er á boðstólunum og flestir fara með helling heim aftur….
Month: October 2018
hressandi skemmtun á Sálinni í kvöld :)
Þegar Sálin auglýsti viðhafnar og kveðjutónleika í sumar ákváðum ég, Sara & Krúsa að gera okkur glaðan dag og skella okkur á tónleika saman. Við misstum reyndar af miðasölunni þegar fyrstu tónleikarnir fóru í gang en vorum snöggar að grípa tækifærið þegar tónleikar nr 2 voru auglýstir og fengum miða á þá! Byrjuðum á því…
Forvetrarfrí
Við tókum smá forskot á sæluna og skelltum okkur í sumarbústað í Húsafelli um helgina … smá forskot á vetrarfríið þar sem við náum takmarkað að vera í fríi um næstu helgi (alveg að tala saman sko atvinnulífið og menntakerfið 😉 – annað rant ætla ekki út í það hér ;)) Komum frekar seint á…
Eldað með börnum
Ég er búin að vera að reyna að komast inn á námskeið hjá SFR – Gott að vita, Eldað með börnum, núna nokkrum sinnum. Oliver finnst ofsalega gaman að elda og eigum við okkar moment þegar við dettum niður á nokkra af þessum kokkaþáttum í sjónvarpinu – hvort sem það eru keppnir eða bara 1…
Frystirinn
Við erum búin að vera annsi dugleg að nýta það sem er í frystinum hjá okkur. Reyndar erum við líka búin að vera frekar dugleg að kaupa í magni og beint frá Býli. Eina leiðin til þess að þetta borgi sig er að undirbúa vikuna/mánuðinn með matseðlum þannig að það síðasta sem ég geri á…
Ikeaferð
Verð að viðurkenna að útstáelsi var ekki efst á forgangslistanum í dag þegar veðrið tók að versna en ég var búin að lofa bæði Olla og Ásu að græja ákveðin atriði fyrir herbergin þeirra. Oliver vantaði hillu inn í herbergi og okkur Leifi langaði að setja hurðir á hluta af Billy hillunni sem er þar…
Haustferð HNIT
Árleg haustferð vinnunar hans Leifs var núna um helgina. Í þetta sinn var haldið í Hespuhúsið þar sem Guðrún Bjarna tók á móti okkur og sýndi okkur listina að lita garn á gamla mátann. Reyndar með smá nútímatwisti þar sem hún notar jú ekki kúahland líkt og gert var í gamladaga. Frá Hespuhúsinu færðum við…