Eftir frekar óspennandi sumar átti ég nú ekki von á því að það yrði einhverj berjauppskera hjá mömmu & pabba en það lítur út fyrir að það sé eitthvað að glæðast í þeim málum… amk nóg fyrir okkur fjölskylduna 😉
Month: August 2018
Fjölskyldan er dýrmæt
Frændsystkinin af Tangagötu 13 hittust seinnipartinn í dag heima hjá Víkingi og Arnbjörgu – loksins þegar kom sumar eða kannski kom sólin bara fyrir okkur 😉 Krakkarnir nutu þess að leika saman og kynnast betur á meðan þau eldri spjölluðu og rifjuðu upp minningar. Systkinabörnin eru aðeins 6 en eru búin að stækka hópinn talsvert…
Leikhópurinn Lotta
Við ákváðum snemma í sumar að bíða með að fara á leikrit sumarsins hjá Leikhópnum Lottu þar til Ingibjörg frænka kæmi til landsins 🙂 Í dag rann dagurinn loksins upp og fórum við stelpurnar að hitta dönsku fjölskylduna okkar ásamt Evu og strákana í Norðlingaholtinu 🙂 Oliver var í “gistipartýi” hjá Sölva og kom því…
Brúðkaup Sigurborgar & Tobba
Yndislegt brúðkaup í gær – hvað annað er hægt að segja. Sigurborg og Þorbjörn áttu daginn í glampandi sól og dásamlegu veðri. Athöfnin sjálf var í Háteigskirkju en veislan í sal Ferðafélagsins í Mörkinni. Ó svo falleg athöfn þar sem Ingibjörg stal senunni með fallegum söng til foreldra sinna <3 Glæsileg veisla í framhaldinu með gúrmé…
Benidorm
2 vikur í sól og sumaryl með þeim sem mér þykir hvað vænst um hljómar alls ekki illa og staðreyndin var sú að þetta var hreint út sagt dásamlegt! Við flugum til Alicante seinnipartinn á sunnudegi með WOW og vorum lent rétt eftir miðnætti aðfararnótt mánudags. Vorum með bókaða gistingu í 2 vikur á Apartemento Levante…