Eins gott að þetta er ekki brúnt segi ég nú bara… en ég er aðeins að tilraunast fyrir kvöldið en við buðumst til að koma með desert til Tengdó – verður áhugavert hvernig þetta kemur út! Mun þá skella einhverju sniðugu inn á uppskriftavefinn
Month: December 2017
Fjölskylduáramótaball Palla
Eftir að hafa fengið að heyra mikið um það í haust að Ása hefði sko misst af miklu að fá ekki að fara á Palla tónleikana í september stukkum við fljótt á þá hugmynd að gefa Ásu mikið á tónleikana hans Páls Óskars í jólagjöf. Það var ekkert lítið sem daman var ánægð með miðann…
Gleðileg jól
Nú nýtt ár gengur í garð Við minnumst þess liðna , Sem dásamlegt var Og tíminn leið hratt Jólakveðju nú við sendum ykkur um leið og við óskum ykkur gleði og friðar á nýju ári
Laufabrauð
Við hittumst í Norðlingaholtinu í ár til að skera út Laufabrauðið. Að vanda var byrjað á því að spjalla aðeins og næra sig með glæsilegu samskotshlaðborðið – það þarf ekki mikið til þess að allir fái eitthvað 😀 Þá var hafist handa að byrja að skera út og steikja, ýmis listaverk fengu að líta dagsins…
Sólheimar…
Líkt og í fyrra fórum við með Lionsklúbbnum hans pabba á Litlu Jólin á Sólheimum í Grímsnesi. Við áttum þar dásamlegan dagspart og skemmtum okkur vel yfir skemmtiatriðunum sem voru eilítið frábrugðin frá því í fyrra þar sem Ómar Ragnarsson átti ekki heimangengt vegna veikinda en hann hefur séð um skemmtiatriðin í fjöldamörg ár. …
Sveinarnir frá pabba…
Sveinarnir frá Pabba vekja heilmikla lukku allstaðar sem ég fer, þessir fengu að fara með mér á jólahlaðborðið í vinnunni hans Leifs í gærkvöldi 😉
Nomnomnom
ég fékk svo mikla löngun í ristaðar möndlur áðan… þá er bara hið eina í stöðunni að skella í eina pönnu eða svo! Gerði reyndar 2faldan skammt og til þess að taka með mér í vinnuna á morgun 🙂 Uppskriftin sem ég fer eftir fékk ég hjá danskri stelpu sem var með mér í meðgöngusundi…