Ég er búin að vera í svaklegu vettlingastuði í september, sem kemur sér svosem alveg ágætlega fyrir krakkana 🙂 Ég hef aðallega notast við uppskrift sem heitir “the worlds simplest mittens” sem er frí á netinu og get eiginlega ekki hætt að mæla með henni enda svo þægileg með tunguþumli sem er líka svo þægilegur…
Month: September 2017
Ný Dönsk
Við hjónakornin skelltum okkur á tónleika í gærkvöldi. Þetta var hálfgerð skyndiákvörðun (skyndi hjá okkur þýðir minna en viku fyrirvari). Tónleikarnir voru með hljómsveitinni Ný Dönsk og voru annsi hressir og gaf okkur ágætis flashback þrátt fyrir að vera örlítið yngri en megnið af fólkinu í salnum 🙂 það breytti litlu fyrir okkur enda þekktum…
Prjón: Fleiri vettlingar
Jæja er þá ekki komið að mér ? eða hvað 😉 Ég var búin að finna þessa uppskrift og ákveða að gera par handa mér löngu áður en ég fór í að prjóna vinkonuvettlingana fyrir Ásu og einhverstaðar inn á milli “the worlds simplest” vettlinganna 🙂 Þessir heita hinu einfalda nafni “Valentine mittens” á Ravelry….
Prjón: vinkonuvettlingar
Ása Júlía og ég ákváðum að græja “vinkonuvettlinga” handa henni og Ástu Margréti vinkonu hennar. Ég lagði strax afstað með gráan enda átti ég slatta til af gráum garnafgöngum frá ýmsum verkefnum. Plataði svo Ásu til þess að spurja Ástu hver uppáhalds liturinn væri og úr varð Gulur. Hafði keypt bleiksprengt garn í BYKO um…
Reykjanesið í hávaðaroki
Við fjölskyldan skelltum okkur í bíltúr með Lindu frænku á Reykjanesið. Byrjuðum á því að keyra að Kleifarvatni og þaðan yfir á hverasvæðið í Krýsuvík. Stoppuðum við hverina or röltum þar um. Því næst brunuðum við að Brimkatli þar sem við kíktum á litlu “laugarnar” í hávaða roki. Enduðum svo á að rölta yfir brúnna…
Ellý
Ég var svo heppin að fá að fara með hópi hressra ættingja minna að sjá Ellý í Borgarleikhúsinu í kvöld. Þvílík snilldar sýning! Halldóra fór á kostum sem Ellý og Björgvin Frans algjör snillingur og hefur vaxið helling sem leikari í mínum augum.. hef alltaf haft hann sem einhverskonar fígúru og bullara enda er það…