Hjálpuðum mömmu og pabba að græja kartöflugarðinn fyrir sumarið í dag, hefðum viljað græja þetta fyrr en það er ekki alltaf hægt 😉 Tókum vel á og hreinsuðum slatta af óvelkomnu grasi og fíflum í leiðinni sem eru að reyna að yfirtaka meira og meira pláss. Mamma ætlar svo að pota niður kartöflum og einhverjum fræjum…
Month: May 2017
Ossabæjarheimsókn
Þegar tengdó sögðu okkur frá því að þau myndu eyða viku í Ossabæ í maí vorum við ekki lengi að kanna hvort það væri smuga á að kíkja til þeirra yfir helgina 🙂 Krakkarnir elska að eyða tíma í ævintýraskóginum í kringum bústaðinn og í pottinum – þarf ég að minnast á að þeim leiðist…
Súkkulaðiskólinn Omnomnom
Við stelpurnar í vinnunni (og Angsar!) skelltum okkur í Súkkulaðiskóla Ommnomm áðan, verð að viðurkenna að súkkulaðilyktin var ekki yfirþyrmandi … meira bara lokkandi 😉 Við fengum hressan strák sem kynnti ferli frá baun til súkkulaðis og gaf okkur að smakka lífsins elexír eða drykk sem lagaður er úr hýði baunanna þannig að úr varð…
Blómahaf
Ekki besta mynd í heimi en mér þykja þessi tré ó svo falleg í blóma… Reyndar finnst mér vorið svo dásamlega fallegt og skemmtilegt að fylgjast með lífinu kvikna svona þrátt fyrir bullandi frjókornaofnæmi og skemmtilegheit því tengdu.
10 ár!
Ég er ekki alveg að trúa því að á morgun séu komin 10 ár frá því að við urðum foreldrar í fyrsta sinn. Að það sé heill tugur frá því að Oliver mætti á svæðið með stæl. Svo ótrúlega margt hefur breyst hjá okkur á þessum 10 árum – til að mynda er Olli ekki…