í morgun hófst barátta í hausnum á mér.. milli hvers? milli 2 mismunandi lagabrota, bæði jafn asnaleg og bæði gömul lög. Á endanum fór þetta að hljóma allt í einni súpu í hausnum á mér og nýtt lag farið að myndast.. verst að þetta var ekkkert sniðugt lag 😀 eða jú það varð bara fyndnara…
Category: Danmörk
vorboði
á leiðinni heim áðan fann ég fyrsta vorboðann hérna í nágrenninu hjá okkur 😀
myndauppfærsla
setti inn myndir um daginn í albúmið.. ísnálar – það hafa verið að myndast ísnálar á trjágreinar á nóttinni, ferlega flott að sjá. hjólatúr – við skötuhjúin fórum í smá hjólatúr um daginn og tókum nokkrar myndir 🙂
randommyndasystem – tæknódót
ég var að setja inn svona tilviljanakennt myndakerfi hérna til hliðar 😉 svolítið skemmtilegt plugin sem hægt er að bæta við þegar maður rekur svona síðu.. ég veit reyndar ekki hvað það eru margar myndir sem gætu poppað þarna upp en þetta kerfi tekur allar þær myndir sem ég/við höfum sent inn á bloggið síðan…
víííí
eins og plönin eru núna þá er sófinn og dýnan pöntuð yfir páskana 😀 vona að allt gangi eftir!!! þá verða þetta annsi skemmtilegir páskar 😀
dinnerplans
við erum að fara í matarboð á eftir.. skv áreiðanlegum heimildum er matseðillinn eitthvað á þessa leið 😛 forréttur: engiferrótarsúpa aðalréttur: salmonella desert: sushiormur jummy!!!!
þreytulíusar
vá hvað við skötuhjúin erum eitthvað þreytt og dösuð… Tókum upp á því eftir vinnu hjá mér í dag að draga fram hjólin okkar þar sem mestallur snjórinn er farinn hérna og ekki frostrósir á jörðu. Tókum góðan hjólatúr niðrí Lyngby, fórum reyndar einhverjar krókaleiðir þar sem okkur langaði nákvæmlega ekkert að hjóla meðfram þessum…
póstkort
Þegar ég var lítil (alveg allavegana eins langt og ég man) fékk ég alltaf póstkort þegar Garðar frændi og Elsa heitin konan hans fóru í ferðalög út fyrir landsteinana.. á flest ef ekki öll enþá.. fullt af allskonar flottum kortum eins og eitt sem er svona með hreyfimyndum eins og voru svo “inn” fyrir mörgum…