>Á hverju ári er jólaball í vinnunni hjá tengdó 🙂 undanfarin ár höfum við mætt með ört stækkandi barnahóp. Í ár var fyrsta ball Sigurborgar Ástu. Oliver var farinn að spyrja hvenær ballið yrði snemma í desember og fannst því ekki leiðinlegt þegar við gátum sagt honum að það yrði 30.des. Sigurborg Ásta var ekki…
Category: myndir
myndafærslur
samverudagatal fyrir jólin
Undanfarin ár hef ég útbúið svokallað samverudagatal fyrir krakkana og í raun okkur líka! Inn í það fléttast ýmis verk eins og t.d. að undirbúa gluggana í herbergjum krakkanna fyrir jólaljós og eru þau voðalega spennt fyrir því… eins og sjá má hérna á myndinni til hliðar 😉 Ása Júlía á fullu að pússa gluggann…
Kyndilganga…
Eftir inniveru undanfarna daga í kjölfar veikindanna og almennra jólaboða ákváðum við að skella okkur í göngutúr á vegum ferðafélags Barnanna seinnipartinn í dag. Oliver náði í kyndil og gekk um með hann eins og hann væri þaulvanur. Þegar við vorum ca hálfnuð í göngutúrnum gengum við fram á 2 jólasveina sem voru meira en…
Gleðileg jól
Gleðileg Jól!!
Lítið sem þarf til að gleðja mitt litla hjarta
Eftir snjókomu og leiðindarfærð undanfarna daga fannst mér ekki leiðinlegt að heyra í ruðningstækjunum í götunni!!! Gatan okkar var með þeim síðustu í hverfinu til að vera rudd og voru heilmikil vandræði hérna á hverjum degi.
Jólaeftirréttur í undirbúningi!
Leifur er aðeins íhaldsamari en ég hvað varðar jólamat og meðlæti. Hann lætur sig þó hafa það að fá ekki endilega Hamborgarhrygg í matinn en líkt og í fyrra verðum við heima hjá okkur á aðfangadagskvöld og þá vill hann auðvitað fá þann eftirrétt sem hann er alinn upp við. Kemur ekki að sök mín…
Piparkökugerð og málun
Hrafn Ingi og Sigmar Kári gistu hjá okkur í nótt… Við Leifur vorum búin að ákveða að nota daginn og baka og mála piparkökur með gormunum okkar en úr varð að þeir voru með okkur líka og svo bættust Gunnar og Birkir Logi í hópinn þegar við byrjuðum að mála og skreyta kökurnar. Þetta var alveg…
Jólakortamyndatakan…
Við skelltum okkur í göngutúr niðrur í Elliðárdal í dag með gamlan skíðasleða sem pabbi átti. Tilgangur göngutúrsins var að nýta birtuna og góða veðrið til að smella nokkrum myndum af fyrir jólakortið í ár. Myndinni var náð 🙂 Oliver fannst sleðinn svo æðislegur og þvílíkt stoltur að ýta systrum sínum um á sleðanum og…