Einhverstaðar rakst ég á stórsniðuga hugmynd á flakki mínu um vefinn. Viðkomandi hafði tekið krukku undan t.d. salsasósu, skreytt hana og í hana týndust miðar yfir allt árið með góðum minningum. Þetta fannst mér stórsniðugt en hef ekki komið mér í að gera þetta. Stelpa sem ég þekki hefur hinsvegar gert þetta síðastliðin 2 ár…
Category: myndir
myndafærslur
Yndisbörn
Oliver, Ása Júlía og Sigurborg Ásta teiknuðu myndir til að setja með í kistuna til Sigurborgar Langömmu sem var kistulögð í dag. Dásamlegar myndir sem fengu að fara í kistuna. Oliver teiknaði eina stóra rós handa langömmu sinni og Ása Júlía teiknaði mynd af rós, sér á háhesti á Olla og svo langömmu í hjólastólnum……
Ingibjörg í heimsókn
Við fengum Ingibjörgu litlu frænku lánaða í gær og skiluðum henni ekki fyrr en seinnipartinn í dag. Frænkunum þótti alveg yndislegt að fá að eyða heilli nótt saman og Oliver þótti það nú ekki leiðinlegt heldur. Þær fænkur brölluðu ýmislegt og þótt tíminn hafi ekki alveg farið eins og vonast var eftir hjá fullorðna fólkinu…
frændurnir
Hrafn Ingi gisti hjá okkur í nótt en þeir frændur eru ótrúlega skemmtilegir saman og hafa fengið að eyða þónokkrum kvöldum saman nú í haust. Það er svoo gaman að fylgjast með þeim tala saman, algjörlega í eigin heimi þar sem þeir eru þeir einu sem skilja hvað um er rætt … nema etv ef…
Verkefni…
Krakkarnir í pössun, lánaður bíll með krók og kerra. Við brunum í Byko Breiddinni og verslum nokkrar spýtur… eðaaaaaaa já NOKKRAR! nógu margar til þess að við vorum farin að efast um að kerran myndi bera hlassið… tókum ekki sénsinn og drifum okkur heim með þennan bunka sem er komin á kerruna á þessari mynd…
Það er eitthvað við þetta hvíta flufff
það byrjar með einföldum eggjahvítum og sykri í skál en töfrast síðan yfir í sælgæti í ofninum… Í þetta sinn varð það áramótadesertinn í formi mini Pavlova og bragðaðist alveg dásamlega vel með ferskum jarðaberjum, ástaraldin, súkkulaði og auðvitað rjóma… Við tókum að okkur að sjá um desertinn fyrir áramótin heima hjá Tengdó í ár….
Prjón: “lopa”galli á Sigurborgu Ástu
Síðasta klárið 2014! Þetta verkefni var búið að vera svolítið lengi í framkvæmd, nokkur önnur í gangi á sama tíma og svosem líka ekki endilega þörf á að klára strax þar sem ekki var bráðnauðsyn á að koma flíkinni í gagnið. Mér datt í hug að prjóna 3ja heilgallann á Sigurborgu Ástu eftir uppskrift sem er búin að…