Við Sigurborg Ásta fórum í vorferð með leikskólanum í dag upp á Skaga. Fyrst var förinni heitið að Langasandi þar sem krakkarnir sprikluðu í flæðarmálinu, byggðu sandkastala og leituðu að gullmolum í sandinum. Sigurborg var fyrst og fremst forvitin um þessa nýjung að fara í fjöruna og hætti sér ekkert alltof nálægt sjónum en stappaði…
Category: myndir
myndafærslur
Litaland með leikhópnum Lottu
Við mæðgurnar skelltum okkur á sýninguna Litaland með Leikhópnum Lottu. Ása var svo spennt fyrir sýningunni og gat varla beðið eftir að fara á hana. Sigurborg Ásta kom á óvart með hversu róleg hún var mest alla sýninguna og segjir það nú bara gott um sýninguna 😀 Ása Júlía sagði nokkrum sinnum við mig hversu…
útilega ofl
Við skelltum okkur í útilegu um helgina á tjaldstæðinu á Selfossi – ekki bara upp á gleðina og gamanið að gera þó heldur til að sleppa við að vera stöðugt að keyra á milli RVK og Selfoss! Hversvegna vorum við á Selfossi? jú Oliver var að keppa í fótbolta *wooohoo* Keppnin byrjaði að morgni laugardags…
<3
Spennandiiii
í dag opnaði fyrsta blómstrið á jarðaberjaplöntunum úti á palli sig. Miðað við knúmpana sem eru þarna hjá þá lítur þetta bara nokkuð vel út 🙂
Hátíð Hafsins
Við kíktum aðeins niðrá Granda í dag á Hátíð Hafsins… krakkarnir skemmtu sér vel – þó sérstaklega Sigurborg og Oliver, Ása var mjöööög áhyggjufull yfir því að í kerjunum leyndust dauðir hákarlar…
6.flokksgleði
Foreldraráðið í flokknum hans Olla í fótboltanum var með smá gleði fyrir strákana (og systkinin) í dag. Loftboltar! en foreldrar eins í hópnum (sem er reyndar líka bekkjarbróðir Olla) eiga þetta batterí. Krakkarnir skemmtu sér stórkostlega vel 🙂 Sigurborgu fannst voða sport að rúlla nokkra hringi inni í einum. Ása Júlía skoppaði þarna um líka…
😎
Ég er ekkert ósátt við að byrja vinnudaginnn svona… og þó það væri betra að vera bara í fríi 😉 Það er alveg óhætt að segja að þetta hafi verið fyrsti alvöru sumardagurinn í dag, allir hálf berir og að striplast um borgina 😉 Oliver skellti sér á fótboltaæfingu í stuttbuxum og var að “kafna…