eftir að hafa eytt nokkrum yndislegum dögum í Ossabæ með tengdó og Hrafni Inga hófst ferðalag fjölskyldunnar þetta sumarið fyrir alvöru. Stefnan var tekin á sumarbústað SFR að Eiðum. Nokkrir klukkutímar af akstri framundan með fyrirfram plönuðum stoppum á nokkrum stöðum. Eftir fyrsta stopp á Hvolsvelli þar sem allir voru nærðir (bíllinn lika) var haldð…
Category: myndir
myndafærslur
Égá’ann
þótt frumburðurinn haldi öðru fram þá sést það svart á hvítu með t.d. þessari mynd að ég á nú eittthvað í honum :love:
heimsókn í Slakka
Við skelltum okkur í heimsókn i Slakka í dag ásamt Skúla afa, Ingu ömmu og Hrafni Inga. Áttum þar yndislegan sumardag þar sem krakkarnir nutu sín út í eitt og ekki skemmdi að fá ís í lok dags 😉 Mjög vinsælt var að leika við mýslurnar, hamstrana og kanínurnar enda smá og auðvelt að meðhöndla…
Peysan Eivör í 3ja veldi
Ég er LOKSINS búin með peysuna hennar Sigurborgar Ástu.. Byrjaði á henni í mars! á reyndar eftir að þvo hana, leggja til og setja tölur þegar þetta er skrifað en því mun verða bætt úr í kvöld – (um leið og ég er búin að kíkja til hennar Döggu í Litlu Prjónabúðinni (uppáhalds tölubúðin mín…
sumarið…
á vissum tímum sólarhringsins er birtan bara einfaldlega þannig að það eina sem mann langar að gera er að fara út og taka myndir – hellst af öllu með almennilegri myndavél ! Ég var á heimleið úr Ossabæ eftir að hafa eytt tíma þar með Leifi & krökkunum + tengdó en sumir eru ekki komnir…
útilega í Laugalandi
Við drifum okkur af stað í útilegu eftir vinnu á föstudaginn 🙂 Hittum Iðunni & Sverri á Laugalandi þar sem þau voru búin að koma sér fyrir. Henntum upp tjaldinu okkar og “fortjaldinu” sem var vel nýtt, sérstaklega á föstudagskvöldinu þar sem þá létu veðurguðirnir aðeins hafa fyrir sér og tóku almennilega vökvun á svæðið. Tjaldstæðið…
Prakkarakrakkalakkar á kjörstað
Við Leifur ákváðum að drífa í því að kjósa eftir afmælisveisluna hans Birkis Loga í dag. Við vorum hvorteð er bæði nokkuð ákveðin í hvaða stimpill yrði fyrir valinu 😉 plús að planið er að gera eitthvað allt annað en kjósa um næstu helgi. Leifur fór inn á undan og þegar ég fór inn þá…
17júní hefðin
Yndislegt hefð og nú fengu öll 3 syskinin að fara á rúntinn 🙂