Þessi hefð… elsk’ana! Leifur sér um eldamennskuna 100% þennan fyrsta dag ársins á hverju ári, ég er bara svona “on the side” ef eitthvað vantar 😉 En purusteikin hefur ekki klikkað enþá þó ég sé ekkert fyrir puruna sjálfa og krakkarnir slást við Leif um minn skammt af puru þá finnst mér steikin sjálf góð…
Category: myndir
myndafærslur
Annállinn
Jæja… árið er senn á enda og kominn tími til að gera árið upp á minn hátt <3 Ég er búin að vera að velta því fyrir mér hvort ég ætti að gera þetta mánuð fyrir mánuð líkt og ég hef gert svo oft áður en ég er eiginlega á báðum áttum hvað það varðar……
364/365
Við eyðum þessu síðasta kvöldi ársins í Álfheimum með tengdó, Tobba og krökkunum, Sigurborg kemur til okkar þegar hún klárar vaktina sína á Vöku. Dásemdar matur og enn betri félagsskapur 🙂 Takk fyrir árið sem er senn á enda, annállinn verður með aðeins öðru formi en áður en mun birtast hér innan tíðar 🙂
363/365 flugeldasýning ÍR
Fjölskyldan mætti á flugeldasýningu ÍR í kvöld. Glæsileg að vanda og merkilegt nokk þá náði ég nokkrum ágætis myndum á símann minn í kvöld. Mynd dagsins fær að vera ein af þeim
362/365
Ég hef talað um það áður að Oliver hefur greinilega erft handlagnina frá ömmum sínum og öfum. Hann gaf okkur þessa snilldar melónu í jólagjöf og er hún bæði vel gerð og hagnýt þar sem þetta er “rakapúði” sem á að draga í sig rakann í bílnum og á að vera staðsett við framrúðuna segir…
361/365
Vandlega skreytta piparkökuhús krakkanna fékk að kynnast hnefanum hans Olivers fyrr í kvöld og endaði í mörgum molum 🙂 Þetta blessaða hús var horfið skömmu eftir að þessi mynd var tekin.
Topp 9 🥰
Þetta er svolítið skemmtilegt að sjá. Hér eru topp 9 myndirnar á prívat instagram reikningnum mínum sem er aðeins aðgengilegur “vinum” mínum þar inni. Hér er svo handavinnuaðgangurinn 😉
360/365
betra seint en aldrei… loksins byrjuð á þessum galla fyrir væntanlegan lítinn vin styttist hratt í komuna hjá. Ákvað að prjóna stærð 1 árs og úr Klompelompe garninu frá Sandnes. Uppskriftin heitir London heilgalli og er frá Rökkurknit Munstrið virkar flókið en er fáránlega einfalt og frekar fljótprjónað. Ég fitjaði t.d. upp á þessu fyrr…