Category: myndir
myndafærslur
á Suðurleið – ferðasaga partur 8
Við lögðum af stað rétt eftir hádegið frá Siglufirði. Ákváðum að fara nýja leið sem Maggi og Elsa bentu okkur á og keyrðum yfir Þverárfjallsveg sem skv þeim er eitthvað styttri en “gamla leiðin”. Ákváðum að stoppa þar í smá picknick við eyðibýli sem heitir Illugastaðir. Fallegt bæjarstæði aðeins upp í brekku með litlum læk…
Sigló – ferðasaga partur 7
Við vorum svo heppin að Maggi & Elsa buðu okkur að gista hjá sér á Sigló í nótt þannig að við gátum tekið gærdaginn aðeins rólegar en við hefðum annars gert. Systir Elsu á ættaróðal fjölskyldunnar á Sigló og ætluðu að eyða viku þar (inn á milli AirBnB liðsins ;-)). Komum í hús eftir að…
á Norðurleið… ferðasaga partur 6
Eftir methraða í þrifum og frágangi kvöddum við bústaðinn rétt fyrir hádegið í dag og héldum af stað heim… planið er samt ekki að fara alveg beinustuleiðina heim heldur ætlum við að skella okkur Norðurleiðina, stoppa á nokkrum “túristastöðum” og gista á Sigló hjá Magga & Elsu í nótt áður en við höldum áfram til…
ýmislegt brallað – ferðasaga partur 5
Við skelltum okkur í smá rölt um nágrenni bústaðsins og krakkarnir voru alveg á því að það væri hellingur af berjum þarna – jújú þau fundu nokkur sem voru orðin blá/svört en þau hefðu mátt verða aðeins þroskaðri til þess að verða sætari og safaríkari. Það er eitthvað við umhverfið þarna sem er heillandi, stutt…
Veiði í Eiðavatni – ferðasaga partur 4
Við ákváðum að nýta réttindin sem fylgdu bústaðnum til að veiða í Eiðavatni í dag 😉 Ása Júlía hefur aldrei áður farið að veiða en Olli hefur farið ca 2x með Magga afa niðrá höfn og á Þingvelli að veiða. Við urðum lítið vör við fisk við bryggjuna þannig að Leifur ákvað að fara með…
Reyðarfjörður, Eskifjörður & Norðfjörður! – Ferðasaga partur 3
Bíltúr á Reyðarfjörð, Eskifjörð og Norðfjörð var plan dagsins. Ákváðum að heimsækja útibú Hnits á Austurlandi 😉 aka vinnubúðir Hnit við Norðfjarðargöngin sem staðsett eru á Eskifirði. Við vorum svo heppin að þar voru staðsettir 3 samstarfsmenn Leifs og fengum við súper sýnisferð um nýju Norðfjarðargöngin sem heillaði Leif ekki minna en Oliver og Ásu…
Kárahnjúkar heimsóttir – ferðasaga partur 2
Við skelltum okkur í bíltúr upp á Kárahnjúka í dag. Við höfum ekki farið þangað síðan Leifur kláraði síðasta úthaldið sitt þarna. Tja og ég og Olli síðan hann var 3 mánaða en þá fórum við mæðginin í bíltúr austur. Krökkunum fannst það alveg stórmerkilegt að pabbi þeirra hefði unnið við gerð þessarar stíflu líka…