Olla var farið að vanta nýja peysu í sumar og þegar ég spurði hann hvernig peysu hann vildi þá var fysta beiðnin græn með skriðdrekum á? ehh æj veistu mig langar ekki að gera skriðdreka á peysu fyrir 9 ára gutta… Eftir fótboltamót á Selfossi fyrripart sumars kom frá honum að hann væri til í…
Category: myndir
myndafærslur
Ganga á Mosfell
Uppfull af orku eftir berjamó tókum við skyndiákvörðun og skelltum okkur í göngu upp á Mosfellið. Vorum með burðarpokann hennar Sigurborgar í skottinu þannig að það var ekkert sem gat stoppað okkur. Við fórum upp eftir skiltum sem merktu að það væru 1.7km upp á topp. Enduðum reyndar á að að labba hálfgerðan hring og…
Í berjamó
Í stað þess að vera eins og “allir” hinir og skella okkur í menninguna niðrí bæ í dag ákváðum við að tileinka okkur frekar hina fornu hefð og ganga til berja í nágrannasveitum borgarinnar 😉 eða með öðrum orðum skella okkur í berjamó! Ása og Olli elska að fara í berjamó en Sigurborg Ásta hefur ekki…
7 ára afmæliskaka Ásu
Elsku Ása Júlía okkar verður 7 ára þann 16.ágúst. Við ákváðum eftir smá vangaveltur að gera heiðarlega tilraun til þess að útbúa köku sem líktist ís. Það heppaðist svona lala 😉 Botninn er okkar venjulega súkkulaði kaka, kremið á milli er sömuleiðis okkar venjulega krem – ég setti smá hindberjabragðefni í kremið sem fór á…
Með fullt fangið af rabarbara :)
Sigurborg Ásta er orðin svo stór! Hún var ólm í að hjálpa mér þegar ég tók upp nokkra rabarbara í garðinum hjá foreldrum mínum fyrr í dag. Þessi mynd minnir mig reyndar á rúmlega ársgamla mynd af Ásu Júlíu í svipuðum aðstæðum eins og sjá má :love:
Versló í Geðbót
Við ákváðum að skreppa í bíltúr í Landssveitina á laugardeginum og eftir smá spjall við Geðbótaríbúa breyttist þetta í helgarferð 😉 Áttum alveg dásamlegan tíma í snilldar veðri með vinafólki okkar og þeirra afleggjurum þar sem potturinn var velnýttur, trampolínið var úthoppað, grasið traðkað af litlum táslum á eftir bolta, sögur sagðar og frábær matur…
31km
Oliver ákvað snemma í vor að við myndum fara í álíka hjólatúr í ár og í fyrra. Núna kæmi Ása Júlía með okkur 😉 og hann yrði líka lengri þar sem við myndum byrja heima í Kambaselinu en ekki við eitthvað verkstæði í Dugguvoginum. Þar sem Leifur var búin að fá Stálmenn í framkvæmdir heima…
#HafJon16
Við fórum í Brúðkaup þeirra Hafrúnar og Jóns Geirs í gær. Eða þau létu pússa sig saman í vikunni af fulltrúa sýsla á Suðurlandi í fallegu umhverfi Bjálmholts. Lögðum af stað upp úr hádegi í samfloti við Axel & Sellu og skelltum upp tjaldbúðum ca 2tímum síðar (já við stoppuðum í “lönsh” á Selfossi). Tjöldum…