Ég hef alltaf verið hrikalega ódugleg við morgunmat – verður óglatt og ómöguleg megnið af deginum ef ég borða fljótlega eftir að ég vakna (léttmeti eins og t.d. drykkjarjógúrt gengur upp en hvar er hollustan í því?). Er komin af stað í vinnuna ca klst eftir að ég vakna og þá búin að reka gormana…
Category: myndir
myndafærslur
regnbogi
Það er eitthvað við það að sjá heilan litsterkan regnboga.. finnst það alltaf jafn fallegt. Þó svo að ég hafi ekki alltaf aðstöðuna til þess að ná honum öllum á mynd 😉
Haustferð Hnits
Við fórum með vinnunni hans Leifs í árlega haustferð í gær. Nú var haldið í Íshellinn í Langjökli með viðkomu við Hraunfossa og í picknick í Húsafelli. Fyrirgefðu, tekið var fram að stoppið við Hraunfossa & Barnafoss væri túristastopp og skylda væri að taka 20myndir per myndavél sem væri með í för (jájá). Ég smellti…
Áttræður og kom á óvart
Fyrir 12 árum fórum við Leifur á tónleika í Laugardalshöll ásamt stórum hópi af okkar nánasta fólki. Þá skemmtum við okkur mjög vel og áttum yndislegt kvöld. Þegar við fréttum af því að sami listamaður ætlaði að halda tónleika á ný og nú í Eldborgarsal Hörpu gátum við ekki farið þar sem hann er einn…
Fyrsti í skafi
Jæja þá er komið að því að hefja skafið! spurning hvort eitthvað verði úr þessu næstu daga 😉 Ekki það að mér skilst að Agnes í vinnunni sé búin að skafa nokkrum sinnum núna í september en hún er að fara út fyrir allar aldir – alveg klst á undan mér amk!
Haust
Haustlitirnir eru að detta í hús, mismikið en þessi fallega rauði litur með gulu ívafi birtist bara núna í vikunni í trjánum sem skilja að okkar bílastæði og nr 50. Elska þennan tíma þegar litadýrðin er að njóta sín út í eitt… elska líka þegar krókusarnir eru farnir að stinga upp “nefinu” í moldinni –…
þessar yndissystur
Ég fór með krökkunum niður í Elliðárdal fyrr í dag með það í huga að smella nokkrum myndum af þeim. Það tókst svona lala en ég náði svona fallegum myndum af systrunum á símann (sem var ekki planið því stóri hlunkurinn var með í för). Þær eru báðar í Eivor peysunum sínum en auðvitað sést…
Hressar eftir 5.7km með Veseninu ;)
Við Sirrý vinkona skelltum okkur í Miðvikudagsgöngu með gönguhópnum Vesen og Vergangur á Fésinu… fórum góðan hring í kringum Rauðavatn sem endaði í 5.7km.. skilst að hluti hópsins hafi farið um 7km og annar hluti styttra. Svosem ekkert skrítið að vegalengdirnar hafi verið svona misjafnar þar sem það voru yfir 250 manns sem mættu í…