Nýjasta snilldin frá pabba er að slá í gegn 😉 ég hef heyrt af konum stoppuðum úti á götu til þess að hrósa þeim og ein hafði spurt Ástu frænku úti í búð í San Antonio hvar hún gæti eigilega fengið svona 🙂 Gaman að þessu.
Category: myndir
myndafærslur
heimsókn & piparkökur
Við fengum systkini Leifs og börnin í heimsókn í dag með það í huga að baka og skreyta piparkökur sem við og gerðum auðvitað – helling af þeim! Þegar krakkarnir voru um það bil hálfnuð ruddist inn furðufígúra í rauðum fötum með mikið sítt skegg og stóran staf. Jújú þarna var Bjúgnakrækir sjálfur mættur við…
Fyrsti skammtur
af Mors Brune – alltaf jafn gómsætar 🙂
möndlur
Ég dreif mig loksins í að prufa að gera svona brenndar möndlur. Fékk einhverntíma uppskrift sem ég átti alltaf eftir að prófa en fannst hálf skrítið að ekki er ögn af kanil í henni og mér finnst ilmurinn af þessum brenndu möndlum sem eru seldar á götum úti vera alltaf með svo ríkjandi kanil þannig…
jóló
Við nýttum tækifærið áðan og splæstum í 1 stk jólatré. Reyndar var það partur af árlegu samverudagatali sem við erum með í desember 🙂 Ásu og Olla fannst nú ekki leiðinlegt að hjálpa stráknum í Garðheimum að draga tréið í gegnum netið 🙂
Origami á Sólheimum
Lionsklúbburinn hans pabba fer austur á Sólheima fyrsta sunnudag í desember ár hvert. Í ár buðu þau okkur með. Við hittumst í Lágmúlanum og fórum austur í rútu sem krökkunum fannst svakalega mikið sport. Heimsóknin hófst á hádegisverði með íbúum Sólheima. Fyrstaflokks hangikjötsveisla með öllu tilheyrandi. Eftir hádegisverðinn fórum við niður að Ægisbúð (húsnæði sem…
Nammmiii
Dagur jólahlaðborða var í kvöld – jú sko málið er að vinnustaðir okkar beggja völdu kvöldið í kvöld til þess að fara á jólahlaðborðin sín. Vinnan hans Leifs var fyrri til að tilkynna og óska eftir skráningum þannig að við enduðum á að fara með þeim á glæsilegt jólahlaðborð á Hótel Grímsborg. Við fórum með…
Betra seint en aldrei 🙂
er rétt að byrja á að mixa saman aðventukransinum… yfirleitt er hann nú tilbúinn á þessum tíma en það er búið að vera annsi þéttskipuð dagskráin undanfarið hjá fjölskyldunni. Leifur og krakkarnir eru reyndar stödd í jólaboði þegar þetta er skrifað en ég hélt mig heima með hitavellu og leiðindarkvef. Kransinn mun mjög líklega enda…