Vinnan er á fullu að halda hin ýmsu námskeið fyrir okkur þessa dagana… fyrir jól var endurlífgunarnámskeið – “Endurlífgun barna, fullorðinna og herminám” hét námskeiðið og var haldið af Bráðaskólanum. Í morgun var svo Eldvarnarnámskeið þar sem “Dr. Bruni” mætti á svæðið (Jón Pétursson slökkviliðsmaður) sem var mjög gagnlegt, farið yfir hin ýmsu atriði sem…
Category: myndir
myndafærslur
7/365
Við kláruðum að taka niður jólin í kvöld eða þar að segja jólatréið. Ég er ekki frá því að þetta hafi verið eitt fallegasta tréið sem við höfum verið með. Kannski líka mestu skyndikaupin á tréi þar sem Leifur fékk nett svimakast um leið og við vorum komin inn í Blómaval með krakkaskarann með okkur……
6/365
Okkur bauðst að fara á tónleika með Stórsveit Reykjavíkur – Gullöld sveiflunnar í kvöld ásamt kunningjafólki Leifs, Árlegir swingtónleikar Stórsveitarinnar. Við vissum lítið hvað við værum að fara út í, annað en tímabilið og að fram kæmu nokkrir söngvarar líka, Katrín Halldóra, Jóhanna Vigdís (Hansa), Friðrik Ómar og Jógvan. Reyndin var stórskemmtileg upplifun og notaleg…
5/365
Við mæðgur skelltum okkur í búðarúnt í dag… skila, skipta, kaupa blah! Sigurborg Ásta var ótrúlega þolinmóð og dugleg í þessum rúmlega 4klst rúnti í mööörgum leiðindar verslunum og röðum 😉 Viðbót í stellið ✓bókin Beint á borðið ✓Útilíf /sundfatnaður✓IKEA ✓Costco✓Bónus✓
4/365
Ég virðist bara safna í bunkann þegar kemur að því að þurfa að ganga frá einhverju… þarna má finna húfu sem ég kláraði milli jóla og ný árs, nokkur misgömul vettlingapör.. held að elsta sé frá í okt! og svo nokkrar nýheklaðar bómullarskífur.. þetta mun allt koma sér vel þegar ég nenni að klára þetta…
3/365 – skál fyrir okkur #15ár
Í dag eru liðin 15 ár eða 5479 dagar frá því að við ákváðum að svona vildum við hafa þetta 🙂 Olla fannst það fyndið þegar við vorum að tala um þetta fyrr í dag að það væru heil 15 ár en er það svo?
#2/365
Stundum nennir maður hreinlega ekki að vinna í þeim verkefnum sem eru í gangi… langar bara að gera eitthvað lítið, einfalt og fljótlegt. Var búin að sjá uppskrift af svona bómullarskífum á Ravelry fyrir löngu og var alltaf að spá í að prufa að skipta úr þessum einnota yfir í svona margnota þannig að kjörið…
#1/365
Nýárshefðin okkar er matartengd og í miklu uppáhaldi hjá okkur öllum þar sem okkur þykir öllum purusteik ljúffengur réttur. Leifur sér um steikina frá A til Ö eftir kúnstarinnarreglum frá pabba sínum með smá negulnagla&lárviðarlaufaísetningarhjálp frá undirritaðri 🙂 Óhætt að segja að purupoppunin hafi tekist einstaklega vel þetta árið. Sama rifrildið var í þetta sinn…