Ég er alltaf að reyna að festast ekki í vananum hvað varðar kvöldmat fjölskyldunnar… reyni að prufa eitthvað nýtt reglulega… Í þetta sinn er það kókoskarrýbaunaréttur sem við ákváðum að prufa. Hráefnin eru ekki mörg og auðvelt að eiga þau flest “á lager” ef út í það er farið… meðalstór sæt kartafla, nokkrar gulrætur, laukur,…
Category: myndir
myndafærslur
15/365
Ég held án gríns að þetta sé neðst á listanum yfir heimilisverkin hér á bæ.. ok ætli sokkarnir séu ekki neðar. Þetta eilífa fjall sem aldrei minnkar enda svosem ekkert skrítið fyrir 5 manna fjölskyldu þar af 1 sem er á æfingum 6x í viku… og það vantar öll handklæðin þarna inná! Ég geri mitt…
14/365
Ég elska að eiga svona hafrastykki í bakhöndina .. svo auðvelt að gera þau með allskonar mismunandi útfærslum … þetta er með kanil og trönuberjum..
13/365
Það var ekki nóg að vera allan daginn í gær í sundi 😉 Skelltum okkur í fjölskyldusund eftir fótboltaleiki sonarins í morgun (Reykjavíkurmót 5fl KK). Barnið er alltaf að!
12/365 svona dagur…
2 hlutar annar byrjaði kl 8 og var búinn um 13 og sá síðari byrjaði kl 15 og var búinn um kl 19 – annsi lýjandi dagur… ótrúlegt hvað það að vera í áhorfendastúkunni í svona röku sundlaugarlofti gerir mann þreyttan. Hvað um það! sonurinn í skýjunum eftir daginn og gekk rosalega vel – enda…
11/365
Oliver er að fara að keppa á Reykjavíkurmótinu í sundi á morgun og er Ægir umsjónarfélag mótsins sem þýðir að við foreldrarnir þurfum að hrissta eitthvað skemmtilegt fram úr ermunum í veitingasölu og svo þeir sem geta/vilja að taka vakt í veitingasölunni. Ég kaus að græja bara köku í veitingasöluna… skellti í köku sem ég…
10/365 Zweig
Ég kolféll fyrir peysu fyrir tæpu ári síðan sem heitir Zweig. Setti hana strax á óskalistann minn á Ravelry og er svo búin að vera að melta hvort ég ætti að prjóna hana á mig eða hvað… datt svo niður á að einhver hafði prjónað hana á dóttur sína á svipuðum aldri og Ása Júlía…
9/365
Ég fékk Ulluna mína senda í gær og finnst þetta ferlega sniðugt fyrirbæri. Ulla er ss lítið tæki sem maður festir á vatnsflösku/glas með silicon teygju og gefur hún þér merki eftir 40m ef maður hefur ekki fengið sér sopa síðustu 40mín 🙂 Ég er dugleg að vera með vatnsflöskur í vinnunni en á það…