Við vorum að ræða orð eða orðastaðgengla um daginn við krakkana… þ.e. hvað þau sögðu með eigin orðum í stað réttra þegar þau voru smábörn. Oliver talaði um Mimma í stað bíla. Ása Júlía talaði um Hoppulín í stað Trampolíns og kallaði lengi vel Brokkolí Trampolín. Sigurborg Ásta bauð öllum “Nótt nótt” fyrir nóttina í…
Category: myndir
myndafærslur
77 & 78/365
LOKSINS fer ég í að ganga frá þessari – ég prjónaði hana á Sigurborgu fyrir ári síðan en þar sem hún varð alltof stór á hana (nei ég nennti ekki að gera prjónfestuprufu og gerði mér ekki grein fyrir því hversu fast hönnuðurinn prjónaði). Peysan heitir Rún og er prjónuð úr Smart garni frá Sandnes….
76/365
Ása Júlía var alla helgina á kóramóti á Akranesi – eða Landsmót barna- og unglingakóra á Akranesi Tkí/KórÍs. Hún skemmti sér konunglega þar og naut sín alveg í botn! Reyndar þá er þetta fyrir 5.bekk og upp en þar sem þær eru svo kröftugar stelpurnar í 4.bekk þá fengu þær að fara með. Krakkarnir gistu…
75/365 neeiiii sko styttist í páska
Mamma hefur hennt út í beð nokkrum sinnum laukunum af litlu páskaliljunum sem hún hefur keypt undanfarin ár. Ég tók eftir því í dag að þeir eru komnir vel á leið með að blómstra og verða flottir næstu daga 🙂
74/365
Stelpukvöld! ó svo kominn tími á það! Hitti Sirrý & Lilju í kvöld og fórum við á “konukvöld í Hafnarfirði” – kíktum í fjörðinn og nokkrar verslarnir þar í nágrenninu – m.a. Gatsby sem er alveg hrikalega sæt búð. Við höfðum vit á því að tékka á borði á veitingastaðnum Krydd sem er í næsta…
73/365
Stundum fer hausinn bara í rugl… allt einhvernvegin í flækju og ég tala nú ekki um þegar búið er að vera mikið í gangi. Þannig var staðan í dag – allt einhvernvegin ofbókað, yfirbókað og á yfirsnúningi. Mikið verð ég fegin því þegar ég get lagst á koddann og dagurinn búinn.
72/365
ég á mér eitt uppáhald sem ég kaupi alltof oft þegar ég fer í Nettó, afhverju bara þar? af því að ég hef bara fundið þessa tengund þar… og nei mér finnst aðrar tegundir með svona blöndu ekki jafn góðar 😛 en my little guilty pleasure Posted by Intagrate Lite
71/365
Að eiga börn með sítt hár þýðir í raun bara eitt… þ.e. þegar börnin gefa grænt ljós… Hárgreiðsluleikir 😛 Verð samt að viðurkenna að dæturnar eru ekkert alltof viljugar að láta greiða sér… halda því fram að þær séu hársárar og svo frv en stundum, sérstaklega þegar það er eitthvað spennandi á skjánum fyrir framan…