jæja.. það er víst staðreynd að í dag er síðasti dagurinn þar sem aldurinn byrjar á tölustafnum 3. Á morgun er það nýr tugur og því vel við hæfi að hafa mynd dagsins 1stk selfie er það ekki ?
Category: myndir
myndafærslur
218/365
Ég á að sjá um kaffið á morgun – kannski hægt að kalla þetta hálfgert afmæliskaffi þar sem jú minn dagur er á laugardaginn. Þessa sá ég á instastory hjá Dröfn (eldhússögur) um daginn og var ekki lengi að spurja hana hvar uppskriftina væri að finna og auðvitað var hún svo ljúf að senda mér…
217/365
Lööönsh! með stelpunum já takk! aðeins að stelast í lengra matarhlé fá dásemdar fréttir hitta stelpurnar í slúður og spjall njóta brosa jæjaaaaa
Uppáhalds berjalandið mitt
Ég elska þennan árstíma í garðinum hjá foreldrum mínum. Rifsber Sólber jarðaber stikkilsber hindber en þau síðarnefndu eru ekki alveg á sama tíma og stikkilsberin eru reyndar ekki tilbúin fyrr en í september en lofa góðu! eeeeeeeeeelskidda!
216/365
Vel við hæfi að hafa þessar í dag! Takk fyrir stórkostlega skemmtun að vanda ♡
212-215/365
Við áttum yndislega daga í Húsafelli þessa Verslunarmannahelgina. Vorum etv full seint á ferðinni en fundum ágætis tjaldstæði inn í fallegri laut, hefði mátt vera aðeins sléttari ennnnn svefnstæðin voru góð, sérstaklega með vindsæng til að taka ójöfnurnar 😉Það var ekkert annað fólk í þessari laut þannig að við náðum að vera svolítið prívat sem…
211/365
Nú er aldeilis farið að styttast í næsta skólastig hjá yngstu skottunni. Við mæðgurnar fórum í dag í smá verslunarleiðangur og fundum “fullkomna” tösku að hennar mati og er daman alsæl með nýju skólatöskuna ♡
210/365 Viðey
Það hefur staðið til í allt sumar að fara út í Viðey með starfsmannafélaginu í vinnunni hans Leifs. Bara verið að bíða eftir heppilegum degi! Í dag var sumsé dagurinn og áttum við notalegt síðdegi í eyjunni fögru. Hópnum var skipt upp og við selflutt í eyjuna af honum Jóni Svan og hann er alveg…