Elsku þreytti ljúflingurinn minn er aldeilis búinn að standa sig þessa helgina. Ekki nóg með það að bæta alla sína tíma á síðasta sundmóti þá hélt hann því bara áfram nú um helgina duglega barn 🥰 ♂️
Category: myndir
myndafærslur
290/365 🥰
Stundum er fátt sem ratar hingað inn annað en myndir af því sem ég hef átt þátt í að skapa. Þessa stelpu til dæmis á ég – yndislega hjartahlýja Skottuborgin mín. “mamma viltu kítla mig?” heyrist oft upp úr þurru þegar við erum að kúrast í sófanum eða upp í rúmmi. Ég prjónaði þessa húfu…
Fertugar og fabjúlus 🥰
Lilja og Ómar héldu glæsilegt partý í kvöld í tilefni Áttræðisafmælis síns *haha* 2×40. Hlaðborð og kokteilbar sem var alveg í þeirra anda! Mættum við æskuvinkonurnar að sjálfsögðu og stilltum okkur upp í myndatöku í photobooth sem Ómar setti saman 😉
289/365
Heima hjá mömmu er yndislegt box sem dagaði uppi hjá henni eftir að Þura amma dó. Við mæðgur höfum báðar gramsað í því í gegnum árin til þess að ná okkur í tölur, stundum eru þær nægilega margar til þess að prýða heila fullorðinspeysu en oftar en ekki eru bara 2-3 stk af sömu týpu…
288/365 þetta tré… þessi stelpa 🥰
287/365
já það er smá frestunarárátta í gangi þessa dagana, er búin að klára þónokkur verkefni af listanum mínum en að ganga frá endunum er eitthvað sem ég er ekki að nenna að gera! Að vísu þá þarf ég eiginlega að klára að ganga frá þessum vettlingum þar sem Skottuborgu fer að vanta vettlinga 😛
286/365
Duglega litla skólastelpan mín tekur svo miklum framförum í lestri með hverri vikunni. Hún biður um að fá að lesa aukalega fyrir okkur og spænir upp hverja bókina á fætur annarri í léttlestrarbókunum sem eru í boði í skólanum.
285/365
staðan í dag *jeij* eða ekki þetta er viðbjóður!