rétt búin að eiga nýju myndavélina í mánuð og við erum þegar búin að taka tæplega 1500 myndir ég er að fara í gegnum myndir sem voru teknar í gær þegar við mæðginin fórum í hinn klassíska túrista hring (Gullna hringinn) með tengdó, Sigurborgu og sænsk/dönsku ættingjunum 🙂 fínasta ferð í flottu veðri og margar skemmtilegar myndir af Moibe og Oliver 🙂 þær má svo finna hér…
Category: myndir
myndafærslur
Sandey myndast í Hálslóni
Áðan fórum við Björk uppá Sandfell. Við gengum upp þurrum fótum. Þegar við komum upp endurnefndum við fellið Sandey og komum fyrir skilti til merkis um það. Þegar við komum niður aftur um hálftíma síðar þurftum við að fara úr sokkum og skóm til að vaða í land. Við vorum því síðasta fólkið til að…
familían
Litla fjölskyldan á skírnardag Olivers
litli töffarinn minn
litli töffarinn í puma galla frá Láru Maríu frænku og strákunum hennar 😉
ein af sætasta ;)
puttarnir eru greinilega alveg ofsalega góðir á bragðið 😉
Lítill sætur strákalingur
Takk fyrir allar kveðjurnar elsku vinir og ættingjar 🙂 litli strákurinn okkar leit dagsins ljós kl 17:23 í gær (2.maí) hann var 3535gr (14 merkur) og 51 cm. okkur líður öllum rosalega vel og erum við foreldrarnir varla farin að snerta jörðina 🙂 frekar en ömmurnar, afarnir og frændsystkinin 🙂 Ég set inn frekari fréttir fljótlega, og eflaust ýtarlegri inn á síðuna hans á næstu dögum 🙂
jæja…
Jæja þá er dagurinn okkar runninn upp og krílið virðist amk ekki ætla að láta einhverja tölvutækni segja sér hvenær það ætlar að eiga afmæli 🙂 Spurning um að plata Leif til þess að kíkja e-ð út að borða í kvöld og ath þá með veitingastaði sem spara ekki kryddin *haha* segji svona. Ég kíkti…