Við skelltum okkur í bíltúr á Þingvelli í dag… nutum þar veðurblíðunnar í picknick og frisbí! vonandi fáum við fleiri svona daga í sumar, annað en síðasta sumar 🙂 Það er svo notalegt að kíkja svona út fyrir borgina og njóta sín aðeins í náttúrunni. Sigurborgu Ástu fannst þetta samt eiginlega bara skrítið og var…
Category: myndir
myndafærslur
Klasar
Vá! hlutirnir gerast stundum hratt… ég “stal” þessum jarðaberjaplöntum úr garðinum hjá mömmu og pabba bara fyrir stuttu og þá gat ég ekki séð að það væru neinir knúmpar farnir að myndast en í dag eru hellings hellingur af þeim þarna… verður forvitnilegt að sjá hvernig framhaldið verður 😀
Sumir eru bara meiri krútt en aðrir
Mér datt í hug um daginn að hekla ferðafélaga fyrir ferðalög sumarsins… Vonandi eigum við eftir að ná takmarkinu að taka myndir af honum á sem flestum stöðum. Fyrir valinu varð þessi ferlega krúttlega kanína sem ég fann á flakki mínu um Ravelry. Ég keypti bómullargarn í Hagkaup sem heitir Flox og notaði 3mm nál….
Verður forvitnilegt að sjá hvort eitthvað verði úr þessu…
ég tók mig til í dag og grisjaði örlítið jarðaberjaplöntuskrímslið í garðinum hjá mömmu og pabba… fékk mér stóran pott í IKEA og nú er bara að bíða og sjá hvort eitthvað skemmtilegt komi út úr þessu 🙂
Hekl: Krútt
Ég er í einum af þessum trilljón handavinnuhópum sem eru á facebook, margar hafa verið að birta myndir af hrikalega krúttlegum gíraffa. Í gramsi mínu í sófaborðinu kom upp í hendurnar á mér bómullargarn úr Söstrene grene og ég vissi að ég til afgang af hvíta garninu sem var notað til að hekla utanum krukkurnar…
Fallegi blómvöndurinn, sá fyrsti þetta sumarið
Barcelona!
Við skötuhjúin ásamt yngsta fjölskyldumeðliminum skelltum okkur með Hinturunum til Barcelona núna um mánaðarmótin. Ástæða ferðarinnar var árshátíð Hnit 🙂 Fimmtudagur 1.maí Ræs um 5 í morgun. Sigurborg var frekar undrandi á að við værum að vekja hana enda er það ekki alveg vaninn 😉 Eftir að við náðum í Jón Þór í Engihjallann brunuðum…
100 hamingjudagar 100 myndir 100 hamingjumóment 3 hamingjumolar
ég tók þátt í áskorun á netinu sem fólst í því að birta 1 mynd á dag í 100 daga. Lúmskt skemmtileg áskorun. Eitthvað af myndunum hefur þegar ratað hingað inn en allar eru þær á instagram reikninginum mínum. Myndirnar þurftu auðvitað ekki að vera neitt sérstakar, bara hversdagslegar myndir af því sem gladdi mann…