Jæja, þar kom að því – Oliver okkar útskrifaðist úr Seljaskóla í dag eftir 10 ára skólagöngu ♡ Athöfn var haldin í Seljakirkju og hafði foreldraráðið pantað grillvagn svo við gætum öll fagnað saman í grilli eftir athöfnina. í gær mættum við í Árbæjarskóla í athöfn á vegum Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur en Oliver var…
Category: myndir
myndafærslur
Ferming Ásu Júlíu
Elsku Ása okkar fermdist í dag frá Seljakirkju hjá þeim sr Ólafi Jóhanni og sr Sigurði Má. Áttum dásamlegan dag með fólkinu okkar og komumst alltaf betur og betur að því hversu heppin við erum með okkar innsta og besta ♡ Hér fór alsæl fermingarstúlka að sofa í kvöldi með bros á vör ♡` Fermingarveislan…
Besti minn ♡
Gleðilegan konudag <3 Leifur minn færði mér þessi fallegu blóm í dag í tilefni dagsins
Akranesleikar 2021
Þessi frábæri hópur a vegum Sundfélagsins Ægir stóð sig með prýði á Akranesleikunum um helgina . Bætingar, lágmörk og almenn gleði einkenndi þennan kröftuga hóp sem verður bara gaman að fylgjast með í framtíðinni.
brasað á pallinum
Ég er aðeins að brasa á pallinum og vonast eftir sæmilegu sumri. Keypti nokkrar kálplöntur til þess að hafa í potti hérna úti á palli og svo setti ég nokkrar út í garð hjá mömmu og pabba. Keypti reyndar líka hnúðkál til þess að setja þar… hlakka endalaust til að narta í það enda í…
Fyrir utan
Ég elska að horfa út um gluggann á stigapallinum hjá mömmu og pabba… óhætt að segja að maður sjái eitthvað nýtt í hvert sinn þó garðurinn sé “alltaf eins”. Pabbi er duglegur að nýta greinarnar sem falla til þegar tréin eru snyrt í tálgið sitt, þau rækta kartöflur á hverju sumri og í garðinum eru…
Björg
Elska þennan bæ, þarf að vera duglegri að heimsækja hann ♡ Ekki bara á erfiðum dögum sem þessum ♡♡ Þeim fækkar stöðugt ættingjum mínum sem búa í þessu fallega bæjarstæði, ekki bara eftir því sem eldra fólkið kveður okkur heldur leitar það yngra nær borginni og því hafa heimsóknir orðið stopulli – þarf samt að…
útsýni
Við kíktum í smá viðrun í dag upp á Vatnsendahæð, ekki frásögufærandi svosem en ég bara stóðst ekki að staldra við og dást að útsýninu bara steinsnar fyrir ofan húsið okkar. Á góðum degi sjáum við vel yfir borgina, meiraðsegja í dag sést langleiðina til mömmu og pabba í hinum enda borgarinnar þrátt fyrir þennan…