Oliver er að fara að keppa á Reykjavíkurmótinu í sundi á morgun og er Ægir umsjónarfélag mótsins sem þýðir að við foreldrarnir þurfum að hrissta eitthvað skemmtilegt fram úr ermunum í veitingasölu og svo þeir sem geta/vilja að taka vakt í veitingasölunni. Ég kaus að græja bara köku í veitingasöluna… skellti í köku sem ég…
Category: Matseld
nomnomnom
Áramótadesertinn í Álfheimunum í okkar höndum líkt og síðustu ár 🙂 Ég var ósköp hugmyndalaus í þetta sinn en datt svo niður á uppskrift á Króm.is að þessari dásemd sem bragðaðist mjög vel – bætti samt smá við, eða bara jarðaberjum, ís er í 99% bestur með ferskum berjum 😉 Skemmdi ekki heldur að þessi…
5 ára afmælisveisla í dag
Sigurborg Ásta varð 5 ára í vikunni og héldum við Einhyrningapartý í dag í tilefni þess 🙂 Við Leifur skemmtum okkur stórvel við að útbúa 1stk einhyrning. Segja má að Leifur sé í æfingu við að mála eftir alla þessa skriðdrekamálun enda málaði hann Hornið með gylltum matarlit. Kakan er hin klassíska súkkulaðikaka sem ég…
blóðugar veitingar í hrekkjavökugleði
Í vikunni voru hrekkjavökubekkjarpartý hjá báðum skólakrökkunum okkar.. fyrst hjá Olla og svo hjá Ásu í kvöld 😉 Ég var frekar hugmyndalaus hvað varðar veitingar, því jú það er óskað eftir veitingum á sameiginlegt hlaðborð og einhvernvegin endar það alltaf þannig að allt of mikið er á boðstólunum og flestir fara með helling heim aftur….
Eldað með börnum
Ég er búin að vera að reyna að komast inn á námskeið hjá SFR – Gott að vita, Eldað með börnum, núna nokkrum sinnum. Oliver finnst ofsalega gaman að elda og eigum við okkar moment þegar við dettum niður á nokkra af þessum kokkaþáttum í sjónvarpinu – hvort sem það eru keppnir eða bara 1…
Frystirinn
Við erum búin að vera annsi dugleg að nýta það sem er í frystinum hjá okkur. Reyndar erum við líka búin að vera frekar dugleg að kaupa í magni og beint frá Býli. Eina leiðin til þess að þetta borgi sig er að undirbúa vikuna/mánuðinn með matseðlum þannig að það síðasta sem ég geri á…
Sumir eru bara með þetta!
þegar við vorum hjá Sigurborgu og Tobba síðasta sumar fékk Oliver að hjálpa Tobba að útbúa hrásalat með matnum. Mikið sport! Hann hefur nokkrum sinnum talað um að hann langi að endurtaka leikinn og útbúa salatið fyrir okkur með mat. Ég var fyrir löngu búin að tala um það við hann að hann þyrfti að…
Toogoodtobetrue
Þetta er syndsamlega gott.. eiginlega of gott! Rakst á þessa uppskrift inni á Ljúfmeti og mátti til með að hafa með súpunni í kvöld. Mæli með því að fólk kíki á þessar! Ég gerði reyndar 2falda uppskrift og stakk helmingnum af þessu í frysti til að eiga – elska að eiga tilbúnar brauðbollur sem ég veit…