Ég man þegar ég var að koma í heimsókn til Þuru ömmu og Steina afa sem krakki að amma átti ALLTAF til eitthvað heimabakað gotterí. Oft var það Marmarakaka eða Sandkaka og vekja þær alltaf nostalgíu hjá mér. Fannst því kjörið að græja margfalda uppskrift fyrir Kökubasar Kórs Seljaskóla – miðstig sem verður haldinn á…
Category: Matseld
43/365
Sítróna, hvítlaukur og svo dass af fersku timian getur varla klikkað. Var að prufa nýjan fiskrétt í kvöld sem heppnaðist alveg dásamlega. Verð að koma honum inn á uppskriftavefinn við tækifæri en já þetta 3 ásamt Þorskflökum eru aðal hráefnin í þessum dásemdar rétti sem ég fann einhverstaðar á netinu 😉 Ekki spurning, þarf að…
27/365
Fyndið hvernig síðasta pönnukakakn tekur alltaf furðulegt útlit … Ok ég skal viðurkenna það að ég hjálpa svosem ekkert til við að reyna að gera hana fallega 😉
Hjónabandssæla
Ég varð við ósk Ægisfólksins um að skaffa eitthvað í sjoppuna fyrir RIG sem verður haldið núna um helgina. Olli er sem betur fer enn of ungur fyrir þetta mót 😛 Skellti í 2falda uppskrift frá mömmu og það var rúmlega í djúpu ofnskúffuna hjá mér. Hefði mátt setja aðeins meira í botninn til að…
23/365
Þessi kom skemmtilega á óvart 😉 uppskriftin er komin inn á uppskriftavefinn 🙂
22/365
Grunnurinn að góðu kjúklingasalati er einfaldlega gott salat 🙂 svo er hægt að bæta hvernig kjúklingi sem er þar við 😉 *nomnomnom*
16/365
Ég er alltaf að reyna að festast ekki í vananum hvað varðar kvöldmat fjölskyldunnar… reyni að prufa eitthvað nýtt reglulega… Í þetta sinn er það kókoskarrýbaunaréttur sem við ákváðum að prufa. Hráefnin eru ekki mörg og auðvelt að eiga þau flest “á lager” ef út í það er farið… meðalstór sæt kartafla, nokkrar gulrætur, laukur,…
14/365
Ég elska að eiga svona hafrastykki í bakhöndina .. svo auðvelt að gera þau með allskonar mismunandi útfærslum … þetta er með kanil og trönuberjum..