Ég á að sjá um kaffið á morgun – kannski hægt að kalla þetta hálfgert afmæliskaffi þar sem jú minn dagur er á laugardaginn. Þessa sá ég á instastory hjá Dröfn (eldhússögur) um daginn og var ekki lengi að spurja hana hvar uppskriftina væri að finna og auðvitað var hún svo ljúf að senda mér…
Category: Matseld
206/365
Oliver tók að sér að græja kvöldmatinn í kvöld. Aðspurður hvað hann ætlaði að hafa í matinn þá vildi hann endilega gera pastarétt sem ég geri stundum eða sko grunnurinn er yfirleitt sá sami og svo fer restin bara eftir því hvað er í ísskápnum. coming up pastaréttur ala Oliver Pasta, skinka, sveppir, rjómaostur, sveppasmurostur…
200/365
ó svo djúsí – ó svo girnilegt! Ég elska elska elska kjúklingastandinn okkar á grillið en nota hann hinsvegar ekki nærri því nógu mikið! það er svo lítið mál að mixa góða kryddblöndu í “glasið” og gera hann djúsí á þann hátt. Í þetta sinn stal ég reyndar bara hluta af bjórnum hans Leifs –…
192/365
Fyrir mööörgum árum kynntist ég þessum dásemdar grillbrauðum sem hægt er að leika sér svolítið með þó mér þyki þau alltaf einna best svona einföld 😉 Uppskriftina má finna hér!
191/365
mér finnst alltaf lúmskt gott að skella fylltum sveppum á grillið sem meðlæti með góðu kjöti – ég átti hinsvegar ekki rjómaostinn sem ég set yfirleitt en ég átti harðan mexicoost sem ég ákvað að prufa að skera niður og ofaní – verð að viðurkenna að kryddosturinn er kominn með heilmikla samkeppni núna!
165/365
Er það ekki svo að þegar maður á nóg af sítrónum þá býr maður til límónaði? Ég allavegana ákvað að gera það 🙂 Málið er reyndar að þegar ég bý til límonaðigrunn þá geri ég hann yfirleitt í slatta magni og frysti þannig að ég get skellt í límonaði þegar mér henntar og þarf bara…
159/365
Suma daga hlakkar maður bara aðeins meira til að borða en aðra…
140/365
margföld veisluhöld framundan. Á morgun er formleg útskrift hjá Sigurborgu Ástu úr leikskólanum en hún verður þar áfram næstu 6 vikurnar eða svo 😉 Hjá Ásu Júlíu er foreldrum boðið á “upplestrar og uppskeruhátíð” í fyrramálið. Á báðum stöðum verður svokallað “Pálínuboð” en þá koma allir með eitthvað smá á hlaðborð. Verð að viðurkenna að…