Í garðinum hjá Ástu frænku í Texas óx pekanhnetutré. Veit ekki hvort það er þar enn <3 Ásta kom iðulega heim með stóra ziplock poka fulla af kjarnhreinsuðum pekanhnetum og ég náði mér í smá skammt í frystinn hjá mömmu fyrir einhverju síðan. En eftir að Ásta frænka dó þá hef ég einhvernvegin varla týmt…
Category: Matseld
táningurinn
Oliver okkar fagnar 13 árum í dag húrra Samviskusami orkuboltinn okkar sem átti þá einu ósk á þessum annars skrítna afmælisdegi að fá Folaldalund með Bernes og marengsköku með nóg af berjum. Við nýttum góðaveðrið í smá fjölskylduviðrun og gengum Búrfellsgjá með afmælisbarninu. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá deginum.
Heimavinna
Það eru skrítnir tímar framundan, alveg óhætt að segja það. Í byrjun vikunar byrjaði Heilsugæslan að skipta starfsfólki sínu í 2 hluta, 1/2 inni á stöð og hinn að vinna að heiman. Þetta hafa verið vægast sagt skrítnir dagar og hef ég verið bókstaflega úrvinda eftir daginn, mætti halda að ég væri að vinna erfiða…
365/365 puuurusteik
Þessi hefð… elsk’ana! Leifur sér um eldamennskuna 100% þennan fyrsta dag ársins á hverju ári, ég er bara svona “on the side” ef eitthvað vantar 😉 En purusteikin hefur ekki klikkað enþá þó ég sé ekkert fyrir puruna sjálfa og krakkarnir slást við Leif um minn skammt af puru þá finnst mér steikin sjálf góð…
357/365
Ó svo vel heppnaður og girnilegur möndlugrautur í hádeginu í dag <3 Sigurborg Ásta var algjör snillingur í hádeginu þar sem hún fann möndluna í sinni skál fljótlega eftir að við byrjuðum að borða. Hún var mjög lunkin við að fela hana í munninum og grunaði engann að hún væri sú sem feldi hana í…
356/365
Ása Júlía er búin að vera að suða síðustu daga að prufa að hafa möndlugraut um jólin. Ég ákvað að láta það eftir henni og græja graut í hádegismat á morgun. þar sem hann er hvorteð er kaldur þá ákvað ég að sjóða grjónin bara í kvöld og eiga þá bara eftir að þeyta rjóma…
346/365 glassúr!
Við fengum Ingibjörgu, Jón og Tobba í heimsókn í glassúrdreifingu í dag. Undanfarin ár hefur þetta orðið að einskonar hefð, strákarnir hans Gunnars hafa komið líka og mikið aksjón í gangi að mála piparkökur 😉 Þetta endar líka yfirleitt með því að borðum saman – í ár varð Dominos fyrir valinu líkt og oft áður…
345/365
Þegar piparkökur bakast kökur … Við skelltum okkur í fyrsta skammt af piparkökubakstri í dag <3 það er það mikið borðað að piparkökum hér á bæ í desember að við þurfum að gera nokkra skammta og stundum er það svo mikið að við gerum þær í nokkrum hollum líka! Uppskriftin er yfirleitt margfölduð – held…