þegar það er ekki hægt að velja þá vinnur maður í mörgu… Beyta peysunni “Aska”, sokkarnir “Hermionies everyday spocks” sem eru partur af septembersamprjóni í facebookhópnum “ein slétt ein brugðin” og að lokum ungbarnapeysa í vinnslu…
Category: Prjón / Hekl
238/365
þessi er alveg að verða tilbúin 🧶 Bagamoyo heitir þessi og ég bara “gat” ekki sleppt henni þegar ég rakst á mynd af henni frá höfundi á Instagram. Reyndar búin að vera að vinna í henni í allt sumar en vonandi fer þessari vinnu að ljúka… Skelli inn betri upplýsingum á Ravelry.
202/365 hvaða dúskur…
134/365
Dúlluteppið hennar Ásu Júlíu er enn í vinnslu – og verður það eflaust í svolítinn tíma til viðbótar… finnst fínt að grípa í að hekla nokkar litlar dúllur þegar ég er með stór verkefni í gangi. Ég er samt bara núna fyrst að byrja að ganga úr skugga um að allir endar séu vel faldir…
130/365
Dúlluteppið hennar Ásu mjakast hægt og rólega áfram… er að byrja að strekkja nokkra ferninga og náði að stækka þá úr 8×8 í 10×10 cm! Á svo alltaf eftir að velja mér aðallit til þess að hekla það saman…
122/365
Ég er að dunda mér við að græja 1stk Sumarrós – hægagangurinn í mér með þessa peysu er samt þannig að ég er hrædd um að Ása verði orðin of stór í hana þegar hún loksins klárast… Veit ekki hvað það er … kannski tilbreytingaleysið í búknum enda bara slétt prjón… er samt búin að…
77 & 78/365
LOKSINS fer ég í að ganga frá þessari – ég prjónaði hana á Sigurborgu fyrir ári síðan en þar sem hún varð alltof stór á hana (nei ég nennti ekki að gera prjónfestuprufu og gerði mér ekki grein fyrir því hversu fast hönnuðurinn prjónaði). Peysan heitir Rún og er prjónuð úr Smart garni frá Sandnes….
38/365
Sagan endalausa… Mér þykir ekkert sérstaklega skemmtilegt að ganga frá endum á litlum verkum – sbr vettlingum. Á það til að safna saman nokkrum pörum og rumpa því svo af. Það var einmitt málið í kvöld. Endar af 3 pörum af vettlingum í ýmsum stærðum allir prjónaðir úr lopa. 1 par úr Álafosslopa og 2…