Ég átti afgang af Cascade Yarns Heritage Silk garninu sem ég notaði í uglupeysur á Ásu Júlíu og Ingibjörgu sem mig langaði að klára… úr varð þessi kragi sem er afskaplega hlýr og þægilegur. Skemmtilegt munstur sem ég gæti alveg hugsað mér að nota aftur í eitthvað annað… gæti reyndar líka alveg hugsað mér að gera…
Category: Prjón / Hekl
Hekl: fjólublá Kría
Hún Tinna sem gaf út Þóra – Heklbók í fyrra tók sig til nýlega og bjó til albúm á facebook þar sem hún safnaði saman fullt af myndum sem henni höfðu verið sendar af flíkum/hlutum sem heklað hafði verið eftir uppskriftum úr bókinni hennar. Eitt albúmið er með fullt af myndum af “´Kríum” sem er…
Handavinna: heklaðar Ugluhúfur
Ég er búin að sjá endalaust og út um allt ofsalega krúttlegar heklaðar ugluhúfur. Ákvað að prufa að hekla eina á Ásu Júlíu sem endaði svo á þann veg að Oliver vildi eina líka 😉 Uppskriftin sem ég notaði er frí á netinu en á ensku, íslenskuð uppskrift er til í Húsfreyjunni en þar vantar…
Handavinna: Bring it on baby blanket III
Mér finnst þetta teppi alveg afskaplega þægilegt að eiga í handavinnubunkanum. Ég var ss að gera það í 3ja sinn og í annað sinn úr kambgarni. Það er létt, lipurt og tegist vel og er hlýtt. Það er hægt að gera þetta teppi úr hvaða garntegund sem er í raun og veru 🙂 Það er líka…
Aviatrix ofl.
Ég prjónaði einhverntíma í vor bleika aviatrix húfu sem átti alltaf að fara til lítillar dömu en sú var að flýta sér svo að stækka að newborn stærðin varð annsi fljót að verða of litil… á hana til góða þegar næsta dama birtist 🙂 En þar sem þetta er frekar einföld og skemmtileg húfa þá…
Handavinna: Aviatrix
Ég gerði þessa húfu úr afganginum af garninu sem ég notaði í teppið fyrir Þorbjarnardóttur. Skemmtileg og auðveld uppskrift sem á eflaust eftir að vera nýtt aftur við tækifæri. Þessi fór beint í gjafakassann og bíður eftir eiganda.
Handavinna: Bring it on baby blanket II
Ég fann svo dásamlegt garn í litlu prjónabúðinni um daginn… alveg svakalega létt og fínt og ég mátti til með að gera eitthvað skemmtilegt úr því. Úr varð teppi fyrir væntanlega Þorbjarnardóttur. Bring it on baby blanket er virkilega fallegt teppi og ekki skemmir hvað það er fljótlegt. Eftir á að hyggja hefði ég átt…
handavinna: Ullarbuxur
Ásu Júlíu vantaði orðið buxur til að vera í undir pollabuxunum þegar kalt væri í veðri svona þar sem hún var við það að vaxa upp úr flísbuxunum sínum. Ég hef lengi verið hrifin af skrímslarössunum sem eru út um allt en hinsvegar fannst mér Ása Júlía eiginlega vera orðin of stór fyrir svona krúttrass…