Category: Bakstur
Kókoskúlugerðarmeistarar
Oliver gerði kókoskúlur í skólanum í vikunni og vildi endilega sýna mér hvernig þær væru gerðar. Litli snillingurinn gerði allt saman sjálfur (að undanskildu því að taka til hráefnin og áhöldin). Hann fékk Ásu Júlíu svo til þess að hjálpa sér að útbúa kúlurnar og ég fékk það hlutverk að setja kókos á sumar. Litla…
“Mammmma, ég held að það sé komið nóg af rabbbbbarbara”
Ég elska að hafa aðgang að rabarbara, að fara út í garð hjá m&p og kippa nokkrum leggjum til að saxa niður og eiga í frysti ef manni skyldi langa í rabarbaraköku er bara æðislegt! Svissa sjálf á milli 2 uppskrifta sem ég held alltaf jafn mikið uppá en þær eru báðar einfaldar og bragðgóðar…
afmælismaðurinn minn
Leifur átti afmæli í dag 😉 skelltum okkur í smá bíltúr og enduðum við Kleifarvatn þar sem við grilluðum okkur pylsur og skoðuðum steina í flæðarmálinu. Leifur og þau eldri kíktu líka aðeins að hverunum í Krísuvíkinni en þar sem Sigurborg Ásta hafði sofnað þá vorum við mæðgur bara í bílnum á meðan. Við fengum…
Ætli þetta hafi hefast nóg?
Á sumardaginn fyrsta heldur 7.fl ÍR árlegt mót til minningar um fyrrum leikmann ÍR og þjálfara yngriflokkanna. Ungur strákur sem hné niður á æfingu á ÍR vellinum og lést aðeins 18 ára gamall. Foreldrar strákana í 7.fl. sjá um að redda veitingum, stilla upp völlum, myndatöku – og og og allan pakkann 😉 Ég tók að…
Silvíukaka
Undanfarna viku hefur Oliver ásamt skólasystkinum sínum í 1,2 og 3.bekk verið í þemaviku þar sem unnið var með sögurnar hennar Astrid Lindgren og á morgun verður uppskeruhátíð þar sem krakkarnir eiga allir að koma með eitthvað smá á hlaðborð. Oliver var alveg á því að það yrði að vera sænskt! jahá… google hjálpaði okkur…
Ingibjörg í heimsókn
Við fengum Ingibjörgu litlu frænku lánaða í gær og skiluðum henni ekki fyrr en seinnipartinn í dag. Frænkunum þótti alveg yndislegt að fá að eyða heilli nótt saman og Oliver þótti það nú ekki leiðinlegt heldur. Þær fænkur brölluðu ýmislegt og þótt tíminn hafi ekki alveg farið eins og vonast var eftir hjá fullorðna fólkinu…
Það er eitthvað við þetta hvíta flufff
það byrjar með einföldum eggjahvítum og sykri í skál en töfrast síðan yfir í sælgæti í ofninum… Í þetta sinn varð það áramótadesertinn í formi mini Pavlova og bragðaðist alveg dásamlega vel með ferskum jarðaberjum, ástaraldin, súkkulaði og auðvitað rjóma… Við tókum að okkur að sjá um desertinn fyrir áramótin heima hjá Tengdó í ár….