Ása Júlía sat fyrir á nokkrum myndum fyrir Evu Mjöll og vinkonur hennar í nýju prjónabókinni “Leikskólaföt” Þegar við mæðgur vorum búnar að fletta bókinni í útgáfuhófinu í Litlu Prjónabúðinni var Ása Júlía alveg ákveðin í að ég ætti að prjóna húfu eins og hún var með í bókinni (var reyndar með 2 eins, sitt…
Category: Föndur
Lopapeysan Iðunn
Ég tók eftir því í haust að elsku besta lopapeysan mín var orðin annsi slitin… þannig að ég ákvað að fara að fletta í gegnum öll þessi prjónablöð & bækur sem til eru heima sem og auðvitað elsku Ravelry. Úppúr stóð peysan Iðunn eða amk munstrið og líka sú staðreynd að hún er prjónuð frá…
Prjón – Take it all MKAL
Enn eitt leyniprjónssjalið *hóst* ég veit… þetta er bara svo skemmtilega ávanabindandi. Þennan höfund þekki ég ekki né hef ég séð mikið af verkunum hennar en hún heitir Lisa Hannes en gengur undir hönnunarnafninu Malhia Hún talar um að þetta sé í raun fullkomið til þess að nýta upp minni dokkur eða afganga, svo framarlega sem…
Prjón – Eivör á Ingibjörgu
Síðasta sumar prjónaði ég peysu á Ásu Júlíu eftir uppskrift sem heitir Eivör. Ég heillaðist fljótt af þessari fallegu peysu og möguleikunum sem hún býður upp á. Fljótlega eftir að ég kláraði peysuna hennar Ásu Júlíu ákvað ég að ég ætlaði að gera aðra eins á Ingibjörgu frænku og Sigurborgu Ástu, kosturinn er samt sá…
Húfan mín…
í fyrravor tók ég eitthvað húfuprjónaæði og skellti í nokkur eintök á fjölskylduna. Einhverra hluta vegna ákváðu yngri fjölskyldumeðlimirnir að allar húfurnar væru ætluð þeim og endaði ég húfulaus þar til ég gróf upp Kertalogann minn úr Snældunni. Mikið varð ég glöð að finna hana þar sem það er búið að vera ekta útiveður í…
MKAL: The Doodler eftir Stephen West
Það eru svo margir prjónarar í kringum mig sem hafa verið að mæra Stephen West, sérstaklega eftir að hann birti sjalið Explora station fyrir ca ári síðan. Þegar ein í leyniprjónshópnum mínum á Facebook benti á að hann væri að fara í gang með nýtt MKAL þá eiginlega gat ég ekki ekki verið með og…
Maggasveinar
Pabbi slær ekki slöku við og er endalaust að framleiða nýjar týpur af sveinum já og öðrum köllum 🙂 Mér skilst að hann sé búinn að tálga og gefa yfir 2000stk í ár og þar af eru flestir ómálaðir og gefnir til m.a. MS setursins þar sem þeir eru málaðir og svo seldir á jólabasar…
Grílukerti
Ég verð að viðurkenna að ég hef svolítið saknað þess að sjá ekki Grílukerti eins og þegar ég var krakki… að labba heim úr skólanum með grílukerti á stærð við góða gulrót var hálfgerður standard svona um miðjan vetur en hallóhalló ég man ekki eftir svona stórum !! Þessi voru á þakskegginu hjá okkur götu…