Sigurborg Ásta er hægt og rólega að vaxa upp úr mörgum af hlýrri fötunum sínum… Ákvað að skella í nýjan heilgalla handa henni til að vera í undir pollagallanum í vor og haust. Fyrir valinu varð uppskriftin að gallanum Galdrakarlinn í Oz eftir Evu Mjöll úr bókinni Leikskólaföt sem kom út í fyrra. Langaði reyndar…
Category: Föndur
prjón: vettlingar
vettlingar – alltaf þörf á pari ekki satt ? eða amk gott að eiga eitt – eða tíu eins og Ása Júlía sem nær með einhverjum óskiljanlegum hætti að glata merkilega mörgum vettlingum – þrátt fyrir að vera vel merktir *dæs* Tók mig til og gramsaði aðeins í lopakössunum mínum og fann þar álafosslopa og…
Nýjasta snilldin frá pabba.
Nýjasta snilldin frá pabba er að slá í gegn 😉 ég hef heyrt af konum stoppuðum úti á götu til þess að hrósa þeim og ein hafði spurt Ástu frænku úti í búð í San Antonio hvar hún gæti eigilega fengið svona 🙂 Gaman að þessu.
Betra seint en aldrei 🙂
er rétt að byrja á að mixa saman aðventukransinum… yfirleitt er hann nú tilbúinn á þessum tíma en það er búið að vera annsi þéttskipuð dagskráin undanfarið hjá fjölskyldunni. Leifur og krakkarnir eru reyndar stödd í jólaboði þegar þetta er skrifað en ég hélt mig heima með hitavellu og leiðindarkvef. Kransinn mun mjög líklega enda…
þessar yndissystur
Ég fór með krökkunum niður í Elliðárdal fyrr í dag með það í huga að smella nokkrum myndum af þeim. Það tókst svona lala en ég náði svona fallegum myndum af systrunum á símann (sem var ekki planið því stóri hlunkurinn var með í för). Þær eru báðar í Eivor peysunum sínum en auðvitað sést…
Prjón: ÍRingurinn
Olla var farið að vanta nýja peysu í sumar og þegar ég spurði hann hvernig peysu hann vildi þá var fysta beiðnin græn með skriðdrekum á? ehh æj veistu mig langar ekki að gera skriðdreka á peysu fyrir 9 ára gutta… Eftir fótboltamót á Selfossi fyrripart sumars kom frá honum að hann væri til í…
Peysan Eivör í 3ja veldi
Ég er LOKSINS búin með peysuna hennar Sigurborgar Ástu.. Byrjaði á henni í mars! á reyndar eftir að þvo hana, leggja til og setja tölur þegar þetta er skrifað en því mun verða bætt úr í kvöld – (um leið og ég er búin að kíkja til hennar Döggu í Litlu Prjónabúðinni (uppáhalds tölubúðin mín…
Peysan Blær
Peysan Blær eftir Hlýnu varð fyrir valinu sem sumarpeysa Sigurborgar Ástu í ár. Ákvað að halda mig bara við uppgefið garn og útkoman varð nokkuð fljótprjónað eintak. Sigurborg Ásta er allavegana voða glöð með hana og heimtaði að fara í henni í leikskólann strax og tölurnar voru komnar í (ekki alveg til í það fyrr…