Ég er að dunda mér við að græja 1stk Sumarrós – hægagangurinn í mér með þessa peysu er samt þannig að ég er hrædd um að Ása verði orðin of stór í hana þegar hún loksins klárast… Veit ekki hvað það er … kannski tilbreytingaleysið í búknum enda bara slétt prjón… er samt búin að…
Category: Föndur
93/365
Alveg frá því að ég útbjó ársbókina hans Olivers þarna 2008 þá var ég staðráðin í að gera “árbækur” … já ok við höfum gert bækur um ameríkuferðina okkar, sem og París & London… dvölina í Danaveldi og brúðkaupið okkar en árbækurnar hafa setið annsi vel á hakanum. Hef byrjað nokkrum sinnum að fara í…
87/365
Ég rakst um daginn á færslu frá fireflynotes á Instagram þar sem hún var að sýna ný prjónamerki sem hún var að selja. Bara gat ekki staðist það að kaupa þau og bárust þau í póstinum til mín í dag. Hugurinn fylltist af minningum tengdum Ástu frænku en hún eeeeeeelskaði allt uglutengt. Firefly notes er…
86/365
Þennan kall útbjó Ása Júlía í smíði í vikunni. Oliver gerði svipaðan kall þegar hann var í 4bekk en var ekkert að hafa fyrir því að græja nein smáatriði líkt og Ása Júlía. Hár, gleraugu og bók með “texta” og titli. Að sjálfsögðu kom enginn annar titill til greina en “Harry Potter” – Eins ánægð…
85/365
Ég átti nú ekki von á því að þetta kæmi svona fínt út 🙂 Sigurborg Ásta er alsæl og vildi auðvitað setja þetta beinustuleið í gluggann í herberginu þeirra Ásu. Að sjálfsögðu var farið í að búa til fleiri listaverk! sjáum svo hvernig þau koma út síðar 🙂
83/365
Kalli frændi gaf Sigurborgu Ástu föndurbók í afmælisgjöf í haust. Við ákváðum að geyma hana aðeins þar sem við töldum hana ekki hafa aaaaaalveg nægan þroska en drifum hana fram í veikindum síðustu daga. Sigurborg óskaði eftir því að ég tæki upp eitt fiðrildi og svo maríubjöllu, þ.e. ég notaði svartan lit úr kittinu til…
77 & 78/365
LOKSINS fer ég í að ganga frá þessari – ég prjónaði hana á Sigurborgu fyrir ári síðan en þar sem hún varð alltof stór á hana (nei ég nennti ekki að gera prjónfestuprufu og gerði mér ekki grein fyrir því hversu fast hönnuðurinn prjónaði). Peysan heitir Rún og er prjónuð úr Smart garni frá Sandnes….
64/365
skriðdrekamálun vol 2 – nú er kallinn búinn að fjárfesta í “air brush” græju sem flýtir ferlinu all nokkuð… amk grunn vinnunni. Posted by Intagrate Lite