þegar það er ekki hægt að velja þá vinnur maður í mörgu… Beyta peysunni “Aska”, sokkarnir “Hermionies everyday spocks” sem eru partur af septembersamprjóni í facebookhópnum “ein slétt ein brugðin” og að lokum ungbarnapeysa í vinnslu…
Category: Föndur
246/365
Krakkarnir í Seljaskóla eru að búa til allskonar geimverur í textílsmiðju þessa dagana eða þeir krakkar sem eru í Textíl þessa dagana. Ása Júlía er í þeim hópi og útbjó svona skemmtilega rauða veru. Viðbót 17.sept! það er komin færsla inn á facebook síðu Seljaskóla þar sem sjá má fleiri verur 🙂 sjá hér
238/365
þessi er alveg að verða tilbúin 🧶 Bagamoyo heitir þessi og ég bara “gat” ekki sleppt henni þegar ég rakst á mynd af henni frá höfundi á Instagram. Reyndar búin að vera að vinna í henni í allt sumar en vonandi fer þessari vinnu að ljúka… Skelli inn betri upplýsingum á Ravelry.
202/365 hvaða dúskur…
198/365
Hrina stórafmæla er í gangi þetta árið og stundum þá er bara lang sniðugast að gefa eitthvað sem tengist áhugamáli viðkomandi ekki satt? Ása vinkona hélt garðpartý í dag í tilefni 4-0 dagsins hennar. Besta gjöfin sem ég gat fundið var í heimsókn í Litlu Prjónabúðina þar sem ég keypti 2 fallegar hespur af La…
157/365
Pabbi tilheyrir hópi sem kallar sig Viðarvinir. Þessi hópur hittist vikulega og tálgar saman. Deila hugmyndum og svo framvegis 🙂 Í dag er hópurinn með sína árlegu sýningu í Skógræktinni í Hafnarfirði. Mæli með því að kíkja!
134/365
Dúlluteppið hennar Ásu Júlíu er enn í vinnslu – og verður það eflaust í svolítinn tíma til viðbótar… finnst fínt að grípa í að hekla nokkar litlar dúllur þegar ég er með stór verkefni í gangi. Ég er samt bara núna fyrst að byrja að ganga úr skugga um að allir endar séu vel faldir…
130/365
Dúlluteppið hennar Ásu mjakast hægt og rólega áfram… er að byrja að strekkja nokkra ferninga og náði að stækka þá úr 8×8 í 10×10 cm! Á svo alltaf eftir að velja mér aðallit til þess að hekla það saman…