listaverkin hans pabba farin að læðast fram. Ég var ekki lengi að eigna pabbi kláraði hann. Það er lúmskt fyndið að pabbi lítur í kringum sig á hverju ári og sér alla kallana sem eru hérna heima hjá mér og furðar sig alltaf á því hversu margar fígurur hann hefur gert og man varla eftir…
Category: Föndur
303/365
að rekja upp er góð skemmtun! Sagði enginn aldrei… En það er samt skárra en að vera í endalausri fýlu út í verkefnið eins og ég er búin að vera lengi. Ég man ekki einusinni hvenær ég byrjaði á þessu blessaða sjali en það mun verða fallegt og skemmtilegt þegar ég klára það og fullkomið…
290/365 🥰
Stundum er fátt sem ratar hingað inn annað en myndir af því sem ég hef átt þátt í að skapa. Þessa stelpu til dæmis á ég – yndislega hjartahlýja Skottuborgin mín. “mamma viltu kítla mig?” heyrist oft upp úr þurru þegar við erum að kúrast í sófanum eða upp í rúmmi. Ég prjónaði þessa húfu…
289/365
Heima hjá mömmu er yndislegt box sem dagaði uppi hjá henni eftir að Þura amma dó. Við mæðgur höfum báðar gramsað í því í gegnum árin til þess að ná okkur í tölur, stundum eru þær nægilega margar til þess að prýða heila fullorðinspeysu en oftar en ekki eru bara 2-3 stk af sömu týpu…
287/365
já það er smá frestunarárátta í gangi þessa dagana, er búin að klára þónokkur verkefni af listanum mínum en að ganga frá endunum er eitthvað sem ég er ekki að nenna að gera! Að vísu þá þarf ég eiginlega að klára að ganga frá þessum vettlingum þar sem Skottuborgu fer að vanta vettlinga 😛
266/365
Jæja það hafðist! Sokka samprjónið hjá “ein slétt ein brugðin” hópnum á Facebook 2019 voru semsagt Hermione’s Everyday socks og flokkast sem mínir fyrstu fullkláruðu sokkar sem eru ekki ungbarna síðan í Hagaskóla en þá prjónaði ég klassíska ullarsokka með miiikilli hjálp frá mömmu 🙂 Munstrið gerir ótrúlega mikið fyrir þá þrátt fyrir að vera…
260/365
seinni sokkurinn í sokkasamprjóninu er alveg að verða tilbúinnnnnn, jájá eintóm sokkamál í gangi hér í K48. Þetta er alveg ótrúlega einföld og falleg uppskrift. Ég hef yfirleitt miklað sokka prjón fyrir mer, veit ekki afhverju. prjónaði ullarsokkapar á sínum tíma í 9 eða 10 bekk og hef að ég held gert 1 par síðan……
252/365
Nokkuð sem allir sem eru eitthvað í handavinnu (alveg sama hvernig) þekkja er það að reglustikur, málbönd, mælistikur eða hvað það er sem þú notar til þess að mæla það sem þú ert að gera hverfur! hreinlega *púff* það er hvergi finnanlegt. Ég hef reynt að venja mig á það að ef ég rekst á…