Ég var eitthvað að vesenast um daginn hvað ég ætti að gera með allar krukkurnar sem voru heima eftir brúðkaupið. Jú slatti er með heklað utanum og ég tími nú ekki alveg að láta það frá mér… aukþess sem Eva Hlín og mamma eiga nú nokkrar þeirra 🙂 Á endanum datt mér í hug að…
Category: Föndur
jólasveinarnir hans pabba
Jólaföndur, það má: -)
Við tókum smá föndustund áðan 🙂 krakkarnir fengu að velja sér svona kassa í A4 með “tilbúnu” föndri og svo hjálpuðumst við að að setja saman þessa krúttlegu litlu kalla. Oliver sá um þennan með bláa trefilinn, Ása Júlía þann appelsínugula og ég var með þennan rauða. Krakkarnir koma stöðugt meira á óvart með hversu…
Handavinna: húfur og hálskragar
Oliver vantaði húfu nýlega þannig að ég gróf upp garn sem ég átti til (Abuelita Yarns Merino Worsted) og úr varð þessi fína húfa sem reyndar kallaði fljótlega á að fá eitthvað með sér til að hafa um hálsinn. Mamma hafði prjónað á Oliver, þegar hann var lítill, kraga úr Dale baby ull sem mér líkaði…
Handavinna: Growing Leaves Cowl
Ég átti afgang af Cascade Yarns Heritage Silk garninu sem ég notaði í uglupeysur á Ásu Júlíu og Ingibjörgu sem mig langaði að klára… úr varð þessi kragi sem er afskaplega hlýr og þægilegur. Skemmtilegt munstur sem ég gæti alveg hugsað mér að nota aftur í eitthvað annað… gæti reyndar líka alveg hugsað mér að gera…
Hekl: fjólublá Kría
Hún Tinna sem gaf út Þóra – Heklbók í fyrra tók sig til nýlega og bjó til albúm á facebook þar sem hún safnaði saman fullt af myndum sem henni höfðu verið sendar af flíkum/hlutum sem heklað hafði verið eftir uppskriftum úr bókinni hennar. Eitt albúmið er með fullt af myndum af “´Kríum” sem er…
Handavinna: heklaðar Ugluhúfur
Ég er búin að sjá endalaust og út um allt ofsalega krúttlegar heklaðar ugluhúfur. Ákvað að prufa að hekla eina á Ásu Júlíu sem endaði svo á þann veg að Oliver vildi eina líka 😉 Uppskriftin sem ég notaði er frí á netinu en á ensku, íslenskuð uppskrift er til í Húsfreyjunni en þar vantar…
Mæðgnaföndur
Ég var að þræða perlur í armband á mig í áðan… þ.e. þetta með bleiku slaufunni 🙂 aðeins að nýta lagerinn sem ég á frá prjónamerkjunum. Gerði þetta svarta með stóru perlunum og 1 semelíuskreyttri perlu um daginn og finnst það bara nokkuð sætt þannig að ég ákvað að gera fleiri, finnst þessi perluarmbönd sem…