Mér datt í hug um daginn að hekla ferðafélaga fyrir ferðalög sumarsins… Vonandi eigum við eftir að ná takmarkinu að taka myndir af honum á sem flestum stöðum. Fyrir valinu varð þessi ferlega krúttlega kanína sem ég fann á flakki mínu um Ravelry. Ég keypti bómullargarn í Hagkaup sem heitir Flox og notaði 3mm nál….
Category: Föndur
Hekl: Krútt
Ég er í einum af þessum trilljón handavinnuhópum sem eru á facebook, margar hafa verið að birta myndir af hrikalega krúttlegum gíraffa. Í gramsi mínu í sófaborðinu kom upp í hendurnar á mér bómullargarn úr Söstrene grene og ég vissi að ég til afgang af hvíta garninu sem var notað til að hekla utanum krukkurnar…
Montfærsla
Fyrir umþað bil mánuði síðan heklaði ég húfu á Sigurborgu Ástu… átti reyndar alltaf eftir að setja færslu hingað inn um hana en það var reyndar bara vegna skorts á myndum. Ég slæ því 2 flugur í einu höggi í þessum pósti 😉 Sara vinkona heklaði svo dásamlega fallega dökk rauða silkihúfu á Sigurborgu Ástu…
Hekl: Kría fyrir mig
Ég tók þátt í garnbanaáskorun Hnoðra og Hnykla aftur í þessum mánuði… aðeins að reyna að minnka garnmagnið hér á bæ. Ég heklaði Kríur í jólagjöf handa mömmu og Ingu tengdó fyrir jólin 2012 úr sama garni… dásamlega mjúk blanda af Silki og Ull úr Litlu Prjónabúðinni. Ég kláraði sjalið í fyrrakvöld, notaði svo tækifærið…
Stundum…
Stundum þykja mér sum verkefni ekki ganga nógu hratt… alveg sama þó þau verkefni fái nákvæmlega allan þann tíma sem í boði er til að vinna í þeim. Mig langar eiginlega aðeins of mikið til þess að vera komin lengra og helst búin með þessa peysu 🙂 Hún er einföld, fallega einföld en það sem…
LyaLya í 3ja veldi
Mér þykja þetta alveg ferlega krúttlegar húfur!! Ég prjónaði 2 svona á Ásu Júlíu þegar hún var lítil úr Smart garni en ákvað að prufa að prjóna úr garni frá Handprjón, Merino worsted, svooo mjúkt og girnilegt! Gerði á systurnar sitthvora húfuna, báðar súkkulaðibrúnar og svo eina og sætu frænku í Danaveldi, Ingibjörgu en hennar…
Amiguru – Herra Kisi
mjá bakterían beit mig aðeins… eða kannski frekar óþolinmæðin að bíða eftir vísbendingunum í leyniheklinu. Einnig bað Ása Júlía mig að kaupa sett í Litlu Prjónabúðinni þar sem uppskrift og garn var selt saman. Ég sagði henni að við skyldum finna saman einhvern bangsa og ég skyldi annað hvort prjóna eða hekla handa henni. Þessi…
Turn A Round
Hnoðrar og hnyklar eru enn með garnbanaáskorunina sína í gangi og ég ákvað að taka þátt aftur 😉 vonandi næ ég að taka þátt í næsta mánuði líka, veit svosem hvað mig langar að gera en er ekki viss hvort ég geti það þar sem ég er með aðeins of margt á prjónunum/nálinni akkúrat núna…