Þegar Oliver var í 4bekk mætti sá fyrsti á svæðið… Ása bætti við öðrum og nú loksins kom sá 3ji um jólin og þrennan þar með fullkomnuð með sokkasnjókarlinum hennar Sigurborgar Ástu <3
Category: Föndur
Prjón: February Hat
Hópurinn “ein slétt ein brugðin” á Facebook setti upp samprjón í byrjun árs þar sem allir voru að prjóna húfur úr seríu sem heitir “Year of Hats” og er á Ravelry. Það var sumsé höfundateymi sem gaf út 12 fríar uppskriftir á síðasta ári eða 1 í mánuði. Mjög skemmtileg hugmynd og margar fallegar húfur…
362/365
Ég hef talað um það áður að Oliver hefur greinilega erft handlagnina frá ömmum sínum og öfum. Hann gaf okkur þessa snilldar melónu í jólagjöf og er hún bæði vel gerð og hagnýt þar sem þetta er “rakapúði” sem á að draga í sig rakann í bílnum og á að vera staðsett við framrúðuna segir…
Topp 9 🥰
Þetta er svolítið skemmtilegt að sjá. Hér eru topp 9 myndirnar á prívat instagram reikningnum mínum sem er aðeins aðgengilegur “vinum” mínum þar inni. Hér er svo handavinnuaðgangurinn 😉
360/365
betra seint en aldrei… loksins byrjuð á þessum galla fyrir væntanlegan lítinn vin styttist hratt í komuna hjá. Ákvað að prjóna stærð 1 árs og úr Klompelompe garninu frá Sandnes. Uppskriftin heitir London heilgalli og er frá Rökkurknit Munstrið virkar flókið en er fáránlega einfalt og frekar fljótprjónað. Ég fitjaði t.d. upp á þessu fyrr…
343/365
Við ákváðum að prufa að græja stjörnur eins og Söstrene grene hefur verið að auglýsa á facebookinu sínu 🙂 Það heppnaðist alveg ágætlega, við þurfum samt aðeins að æfa okkur í því. Oliver gerði svona stjörnu fyrir nokkrum árum í skólanum sem er ofsalega falleg og ég eiginlega tími ekki að taka niður og hefur…
342/365
Krakkarnir eru að selja jólasveina frá pabba til styrktar íþróttaiðkun þeirra – stórmót á komandi ári hjá þeim 🙂 Flestir eru í þessari stærð og koma 3 saman í pakka og kostar pakkinn 2þúsund 🙂 Má senda mér tölvupóst á dagnyasta@gmail.com hér má sjá nokkur sýnishorn af köllum sem eru í boði.
334/365
Það hafðist! Þrátt fyrir ýmsar yfirlýsingar um að ég myndi líklegast ekki vefja krans í ár vegna anna í skólanum þá eiginlega gafst ég upp og hennti í einn slíkann í kvöld. Vissulega hefur hann oft verið fallegri en það hafðist engu að síður og ég er bara sátt. Neitaði hinsvegar algjörlega að skreyta kransinn…