Heima hjá mömmu er yndislegt box sem dagaði uppi hjá henni eftir að Þura amma dó. Við mæðgur höfum báðar gramsað í því í gegnum árin til þess að ná okkur í tölur, stundum eru þær nægilega margar til þess að prýða heila fullorðinspeysu en oftar en ekki eru bara 2-3 stk af sömu týpu…
Category: PAD
288/365 þetta tré… þessi stelpa 🥰
287/365
já það er smá frestunarárátta í gangi þessa dagana, er búin að klára þónokkur verkefni af listanum mínum en að ganga frá endunum er eitthvað sem ég er ekki að nenna að gera! Að vísu þá þarf ég eiginlega að klára að ganga frá þessum vettlingum þar sem Skottuborgu fer að vanta vettlinga 😛
286/365
Duglega litla skólastelpan mín tekur svo miklum framförum í lestri með hverri vikunni. Hún biður um að fá að lesa aukalega fyrir okkur og spænir upp hverja bókina á fætur annarri í léttlestrarbókunum sem eru í boði í skólanum.
285/365
staðan í dag *jeij* eða ekki þetta er viðbjóður!
284/365
Ása Júlía kom til mín um daginn og bað um að fá að fara í prufu fyrir Kardemommubæinn – það voru nefnilega “allar” vinkonurnar að fara í áheyrnarprufur 🙂 Þetta var auðleyst, bara skrá dömuna og senda mynd. Hún var svo boðuð í prufu sem var í morgun. Svo skemmtilega vildi til að 3 af…
283/365
Í dag spilaði Oliver æfingaleik ásamt félögum sínum í ÍR við Hauka. Þetta var í fyrsta sinn sem sonurinn spilar á fullum velli, rangstaða, línuverðir 11 leikmenn á vellinum – lífið í 4.flokki er aðeins flóknara en áður var. Það er líka hálf skrítið að hugsa til þess að það er ekkert “stórmót” framundan sem…
282/365
Ég hef vanið mig á það að hengja nælurnar sem ég hef keypt til styrktar bleiku slaufunni alltaf á sama stað – eða nælt þær í ákv körfu sem ég á og verð eiginlega að viðurkenna að mér finnst hálf dapurlegt að í ár sé ekki næla, vissulega er hálsmenið fallegt en ég þarf greinilega…