Hrekkjavökuball hjá 1. bekk í dag Sigurborgu Ástu til mikillar gleði. Undantekningarlaust vilja gormarnir mínir fá “blóð” og nóg af því þegar þessi böll eru í gangi og það var auðvitað málið í dag líka. Útkoman varð því mannætuljón!
Category: PAD
301/365
Það er eitthvað við þetta móment eftir ferðalag… tilbúnar til að fara aftur í geymsluna…
LONDON (295-300/365)
Við áttum yndislegt vetrarfrí í Lundúnaborg. Þar var fókusinn á krakkahópinn okkar <3 Ása Júlía eeeelskar Harry Potter bækurnar og var aðal tilgangur ferðarinnar að skella sér í Harry Potter safnið í úthverfi London. Við vorum á hóteli sem heitir “Barry House” og er staðsett í 5mín göngufæri við Paddington lestarstöðina. Þetta var nú ekki…
294/365
Ég sver að ég vissi ekki að mig vantaði þessa poka fyrr en ég prufaði að kaupa 1 sett og nota í ferðalag fjölskyldunnar. Þetta heldur algjörlega utanum allt þetta “smáa” nærföt, sokka og þessháttar. Það er að sjálfsögðu hægt að nota stærri týpurnar fyrir öll föt en ég prufaði að gera það með föt…
293/365
292/365
Sonurinn á það til að leggja fyrir mömmu sína spurninguna “má ég baka eitthvað?” Hví ekki… í þetta sinn voru það súkkulaðismákökur sem urðu fyrir valinu. Hann er efnilegur 🙂
291/365
Elsku þreytti ljúflingurinn minn er aldeilis búinn að standa sig þessa helgina. Ekki nóg með það að bæta alla sína tíma á síðasta sundmóti þá hélt hann því bara áfram nú um helgina duglega barn 🥰 ♂️
290/365 🥰
Stundum er fátt sem ratar hingað inn annað en myndir af því sem ég hef átt þátt í að skapa. Þessa stelpu til dæmis á ég – yndislega hjartahlýja Skottuborgin mín. “mamma viltu kítla mig?” heyrist oft upp úr þurru þegar við erum að kúrast í sófanum eða upp í rúmmi. Ég prjónaði þessa húfu…