Fyrir nokkrum vikum tókum við þá ákvörðun að lappa ekki frekar upp á Bláberið okkar. Næstu skref voru þá að átta okkur á því hvað við vildum gera. Við vorum búnin að ræða það einhverntíman að þegar að því kæmi að við endurnýjuðum bílaflota heimilisins þá værum við opin fyrir því að hafa “snattbílinn” rafmagnsbíl…
Category: PAD
328/365
Ég á alveg afskaplega vanafastan eiginmann… að hans mati er aðventukrans ekki “réttur” nema á honum séu snjóboltakerti 😛 þar sem ég hef litla sem enga skoðun á þessu þá læt ég það eftir honum og skottast í Rúmfó fyrir hver jól og kaupi fyrir hann 4 snjóboltakerti. Elsku Kassinn minn :*
327/365
Við Ása Júlía áttum date í kvöld – horfðum á “stelpumynd” á Netflix sem Ásu finnst algjört æði þegar við gerum. Þetta leiðir samt oft til þess að við endum í einhverjum smá fíflagangi líkt og sést á þessari – en það er bara gaman <3 bara smá stund sem við eigum bara tvær
326/365
í dag var einn af þessum dögum þar sem ALLT er í gangi á sama tíma – Ása og Olli kepptu á sundmóti bæði fyrir og eftir hádegi í dag. Bekkjarafmæli Sigurborgar Ástu var líka og í kvöld var svo jólahlaðborðið í vinnunni hans Leifs.
325/365
Ása og Olli eru bæði að fara að keppa á sundmóti á morgun. Það þýðir bara 1 og það er þörfin á ríflegum skammti af flatkökum með hangikjöti og nóg af smjöri! Þau vilja þetta bæði helst af öllu í nesti. Ásamt smá gulrótarskammti, etv gúrku og vínberjum.
324/365
Verkefnahittingur – er þá ekki kjörið að mynd dagsins sé tekin í Þjóðarbókhlöðunni? Hef sterkan grun um að ég muni eyða slatta tíma hérna á næstunni. Mjög þægilegt að vinna að verkefnum hér, nóg pláss, borð og frítt net :p
323/365
Sigurborg Ásta fékk 3 eintök af bókinni “gamlárskvöld með Láru” eftir Birgittu Haukdal – ekkert leiðinlegt enda uppáhalds bókaserían hennar. Það sem mér fannst hinsvegar svolítið fyndið var þegar ég fór í Hagkaup til þess að skila einu eintakinu var að starfsfólkið vissi ekkert í sinn haus. “ha jú sko við getum alveg tekið við…
321/365
Undanfarið hef ég oft velt því fyrir mér hvað ég hafi verið að hugsa að skrá mig í þetta blessaða nám. Þetta er náttrúlega hálfgerð geðveiki að vera í námi, þó það sé ekki fullt nám, með 100% starfi, eigandi kall sem vinnur mikið OG á tímafrek áhugamál, verandi með 3 gorma sem öll stunda…