Ég virðist bara safna í bunkann þegar kemur að því að þurfa að ganga frá einhverju… þarna má finna húfu sem ég kláraði milli jóla og ný árs, nokkur misgömul vettlingapör.. held að elsta sé frá í okt! og svo nokkrar nýheklaðar bómullarskífur.. þetta mun allt koma sér vel þegar ég nenni að klára þetta…
Category: PAD
3/365 – skál fyrir okkur #15ár
Í dag eru liðin 15 ár eða 5479 dagar frá því að við ákváðum að svona vildum við hafa þetta 🙂 Olla fannst það fyndið þegar við vorum að tala um þetta fyrr í dag að það væru heil 15 ár en er það svo?
#2/365
Stundum nennir maður hreinlega ekki að vinna í þeim verkefnum sem eru í gangi… langar bara að gera eitthvað lítið, einfalt og fljótlegt. Var búin að sjá uppskrift af svona bómullarskífum á Ravelry fyrir löngu og var alltaf að spá í að prufa að skipta úr þessum einnota yfir í svona margnota þannig að kjörið…
#1/365
Nýárshefðin okkar er matartengd og í miklu uppáhaldi hjá okkur öllum þar sem okkur þykir öllum purusteik ljúffengur réttur. Leifur sér um steikina frá A til Ö eftir kúnstarinnarreglum frá pabba sínum með smá negulnagla&lárviðarlaufaísetningarhjálp frá undirritaðri 🙂 Óhætt að segja að purupoppunin hafi tekist einstaklega vel þetta árið. Sama rifrildið var í þetta sinn…
100 hamingjudagar
Ég tók mig til þann 11. ágúst síðast liðinn að taka 1 mynd á dag af einhverju sem gladdi mig eða fékk mig á einhvern hátt til þess að líða vel 🙂 Hér má sjá afrakstur þessa tímabils sem lauk með 4ára afmælisveislu Sigurborgar Ástu. Ég er samt ekki alveg hætt… er komin í dag…