Kalli frændi gaf Sigurborgu Ástu föndurbók í afmælisgjöf í haust. Við ákváðum að geyma hana aðeins þar sem við töldum hana ekki hafa aaaaaalveg nægan þroska en drifum hana fram í veikindum síðustu daga. Sigurborg óskaði eftir því að ég tæki upp eitt fiðrildi og svo maríubjöllu, þ.e. ég notaði svartan lit úr kittinu til…
Category: PAD
82/365
Við skelltum okkur í smá göngutúr í dag eftir strandlengjunni í Garðabænum. Aðeins að viðra lasarusana okkar.. en Ása Júlía er búin að vera veik frá því á þri en er öll að hressast, Oliver var hálf slappur í gær en eitthvað betri í dag. Við fórum meðal annars niður í fjöruna og fundum þar…
81/365
Við krakkarnir ætlum að hafa það kósí í kvöld og narta í smá popp og horfa á Spiderwick Chronicles. Krakkarnir elska að fá popp og það er ekkert lítið sem við höfum notað poppvélina sem okkur var gefin af konu sem er að vinna með Leifi – án gríns þá er hún notuð nokkurnvegin um…
80/365
og það snjóaaaaaaaaaaaar og snjóar – Linda frænka fær amk einhvern smá snjó áður en hún flýgur af landi brott í fyrramálið.
79/365
Við vorum að ræða orð eða orðastaðgengla um daginn við krakkana… þ.e. hvað þau sögðu með eigin orðum í stað réttra þegar þau voru smábörn. Oliver talaði um Mimma í stað bíla. Ása Júlía talaði um Hoppulín í stað Trampolíns og kallaði lengi vel Brokkolí Trampolín. Sigurborg Ásta bauð öllum “Nótt nótt” fyrir nóttina í…
77 & 78/365
LOKSINS fer ég í að ganga frá þessari – ég prjónaði hana á Sigurborgu fyrir ári síðan en þar sem hún varð alltof stór á hana (nei ég nennti ekki að gera prjónfestuprufu og gerði mér ekki grein fyrir því hversu fast hönnuðurinn prjónaði). Peysan heitir Rún og er prjónuð úr Smart garni frá Sandnes….
76/365
Ása Júlía var alla helgina á kóramóti á Akranesi – eða Landsmót barna- og unglingakóra á Akranesi Tkí/KórÍs. Hún skemmti sér konunglega þar og naut sín alveg í botn! Reyndar þá er þetta fyrir 5.bekk og upp en þar sem þær eru svo kröftugar stelpurnar í 4.bekk þá fengu þær að fara með. Krakkarnir gistu…
75/365 neeiiii sko styttist í páska
Mamma hefur hennt út í beð nokkrum sinnum laukunum af litlu páskaliljunum sem hún hefur keypt undanfarin ár. Ég tók eftir því í dag að þeir eru komnir vel á leið með að blómstra og verða flottir næstu daga 🙂