Við fengum Ingibjörgu, Jón og Tobba í heimsókn í glassúrdreifingu í dag. Undanfarin ár hefur þetta orðið að einskonar hefð, strákarnir hans Gunnars hafa komið líka og mikið aksjón í gangi að mála piparkökur 😉 Þetta endar líka yfirleitt með því að borðum saman – í ár varð Dominos fyrir valinu líkt og oft áður…
Category: PAD
345/365
Þegar piparkökur bakast kökur … Við skelltum okkur í fyrsta skammt af piparkökubakstri í dag <3 það er það mikið borðað að piparkökum hér á bæ í desember að við þurfum að gera nokkra skammta og stundum er það svo mikið að við gerum þær í nokkrum hollum líka! Uppskriftin er yfirleitt margfölduð – held…
344/365 kæri jólasveinn
Ég stalst til þess að kíkja í skóinn hennar Ásu Júlíu áður en ég fór í bælið þar sem ég sá að hún hafði sett smá miða til sveinka áður en hún fór að sofa. Þetta bréf er algjört met! elska það og hreinlega VARÐ að skjalfesta það 🙂 Kæri Stekjastaur Olli er eki góður…
343/365
Við ákváðum að prufa að græja stjörnur eins og Söstrene grene hefur verið að auglýsa á facebookinu sínu 🙂 Það heppnaðist alveg ágætlega, við þurfum samt aðeins að æfa okkur í því. Oliver gerði svona stjörnu fyrir nokkrum árum í skólanum sem er ofsalega falleg og ég eiginlega tími ekki að taka niður og hefur…
342/365
Krakkarnir eru að selja jólasveina frá pabba til styrktar íþróttaiðkun þeirra – stórmót á komandi ári hjá þeim 🙂 Flestir eru í þessari stærð og koma 3 saman í pakka og kostar pakkinn 2þúsund 🙂 Má senda mér tölvupóst á dagnyasta@gmail.com hér má sjá nokkur sýnishorn af köllum sem eru í boði.
341/365
Í byrjun aðventunnar á hverju ári fer lionsklúbburinn hans pabba að Sólheimum í Grímsnesi og býður íbúum og gestum Lkl Ægis upp á hangikjötsveislu og smá jólaskemmtun í íþróttahúsinu. Þetta eru sannkölluð “litlu jól” 🙂 Pabbi hefur boðið okkur með undanfarin ár og er þetta farið að vera stór partur í byrjun jólanna hjá krökkunum….
340/365
Við skelltum okkur á Matthildi í dag. Stelpurnar eru miiikið búnar að tala um að langa á sýninguna þannig að það var upplagt að drífa sig áður en þær hætta í sýningu. Við skemmtum okkur öll mjög vel og nutum þess að vera saman. Stelpurnar kunnu flest lögin og söngluðu með. Ása Júlía hafði orð…
338+9/365
það er eitthvað svo róandi við það að raða þessum litlu plasttúbum á spjald og ekki skemmir þegar það endar á fallegan máta eins og þessi jólatré gera eða krúttlegt eins og snjókarlinn hennar Ásu 🙂