Dásamlegar vikur að baki á Tenerife með stórfjölskyldunni. Ýmislegt brallað og aðal málið var að njóta þess að vera öll saman í veðurblíðunni sem leyndist á eyjunni fögru. Hvað um það þótt 1stk hlaupabóla hafi tekið sér bólfestu hjá yngsta fjölskyldumeðliminum – sem betur fer varð hún ekki svæsin en Sigurborg Ásta stóð sig eins…
Category: PAD
120/365
Vinnan gaf okkur konfekt páskaegg í ár en ekki séns að ég nennti að drösla því með til Tenerife þannig að það (ásamt vinningseggjum barnanna) fékk að dúsa heima! Í kvöld var svo komið að því að njóta smá 🙂
104/365 litlu hlutirnir
Ég verð að viðurkenna að ég var búin að dæma jarðaberjaplönturnar mínar dauðar og hreinlega að þær hefðu drukknað í fyrra enda eru þær bara í potti úti á palli. En þær virðast ætla að hafa það af *jeij*
103/365
Kallarnir hans pabba á vorsýningu FÁT eða Félags áhugamanna um tréskurð 🙂 Ég og krakkarnir kíktum á vorsýninguna hjá þeim sem haldin var í Nethylnum hjá Heimilisiðnaðarfélaginu. Flott sýning og margt skemmtilegt að sjá!
Páskabingó
Ég fór með krakkana í Páskabingó á vegum SFR/Sameyki í dag. Þau voru oft búin að spurja mig síðustu vikur hvort það yrði ekki aftur í ár og hvort við myndum ekki fara þannig að annað var eiginlega ekki hægt 🙂 Ása Júlía og Oliver voru alveg á því að við skyldum sko EKKI sitja…
101/365
Ekkert lítið sáttur drengur að spila tölvuleik með pabba og félögum.
100/365
og áfram vex “tréið”
99/365
Þessi tími… Oliver stefnir á 2 stórmót í sumar og það krefst ágæts kostnaðar… Fótboltinn á Akureyri í júlí og svo ef honum gengur vel á sundmótum maímánaðar er stórt sundmót AMÍ í júní í Reykjanesbæ.