Ó svo vel heppnaður og girnilegur möndlugrautur í hádeginu í dag <3 Sigurborg Ásta var algjör snillingur í hádeginu þar sem hún fann möndluna í sinni skál fljótlega eftir að við byrjuðum að borða. Hún var mjög lunkin við að fela hana í munninum og grunaði engann að hún væri sú sem feldi hana í…
Category: PAD
355/365
Við ákváðum að viðra okkur aðeins og kíkja í Jólaþorpið í Hafnarfirði seinnipartinn í dag. Stelpurnar voru alveg heillaðar af þessum risa ljósajólapökkum. Þar sem við vorum frekar seint á ferð þá var lítið eftir af dagskránni en ekki slæmt að fá smá ferskt loft þó svo að þökk sé hnéinu mínu þá fórum við…
354/365
Með smá sorg í hjarta keyrðum við þennan mola í förgun hjá Hringrás í dag. Foreldrar Leifs keyptu hann rétt eftir aldamótin sem “krakkabíl” og hefur hann gengið á milli krakkanna nú í tæplega 20 ár. Við tókum þá ákvörðun fyrr í haust að leggja ekki meiri pening í viðgerðir og komið að nokkrum núna….
353/365
Jólabaðið hjá Laufblaðinu hjá Löðri – spurningin er svo hversu lengi helst bíllinn hvítur?!
352/365
Það er hefð í vinnunni minni að síðasta fimmtudag fyrir jól sé jólahádegi þar sem allir koma með eitthvað smotterí á hlaðborð. Ég ákvað að prufa að baka piparkökuköku sem ég sá á instagramsíðunni hjá Evu Laufeyju fyrr í mánuðinum. Vissulega hafði ég ekki þolinmæði í að skreyta hana jafn listilega og hún en þetta…
349/365
Skólakórinn (4-5bekkur) var með uppsetningu á söngleiknum “Annie” núna fyrir jólin og var Ása Júlía auðvitað þátttakandi þar 🙂 Við fengum að koma á “generalprufu” í dag en leikritið verður sýnt næstu daga fyrir aðra nemendur skólans. Ása Júlía stóð sig vel sem Lilly, kærasta bróður “frú Hermínu” sem tók þátt í að reyna að…
348/365
Í ár ákvað nýlegastofnað starfsmannafélag heilsugæslunnar að kjörið væri að halda jólaball! Óhætt er að segja að þessi hugmynd hafi gjörsamlega slegið í gegn enda þurfti að færa jólaballið 2x þar sem aðsóknin var svo mikil! Ég mætti að sjálfsögðu með krakkana mína – meiraðsegja Oliver mætti þrátt fyrir að þykjast vera full stór fyrir…
347/365
Jólamót Ægis var í morgun niðrí Laugardalslaug. Ása og Olli tóku bæði þátt og syntu nokkrar greinar. Reyndar voru krakkar allt niður í Bleikjur sem voru að keppa og var rosalega gaman og fallegt að sjá yngstu krakkana synda með stuðningi frá eldri sundmönnum. Einstaklega fallegt fannst mér að sjá einn félaga Olla synda með…