Jeij! ég er svooo glöð að sjá þessi vaxa og dafna! og miðað við blómstrin á hinum þá lítur út fyrir að við fáum nokkur ber að narta í í ár 🙂 Nýlega færðum við þau yfir í betri kassa en plönturnar komu ósköp daprar undan vetri þannig að ég átti svosem ekki von á…
Category: PAD
195/365
Þar kom að því! Við gáfumst upp á gamla sófagarminum okkar og splæstum í nýjan – hálfpartin afmælisgjöf frá okkur til okkar þar sem við eigum jú bæði stórafmæli í ár 😉 Þó svo að við værum búin að vera að skoða sófa undanfarið ár eða svo þá höfðum við ekki dottið niður á neinn…
194/365
Ég er svo ánægð með minningakrukkuna okkar … Nú er Sigurborg Ásta komin í gang með að skrifa miða í hana líka 😀 Hún er svo spennt fyrir öllum stöfunum og að skrifa orð – verður spennandi og gaman að sjá hvernig hún mun pluma sig í vetur litla skólastelpan okkar
193/365
Við erum búin að vera á leiðinni á Aladdin annsi lengi og ákváðum í kvöld að láta verða af því að fara saman! Gerðum okkur reyndar ekki alveg grein fyrir því að þetta væri um 3klst mynd en það var bara allt í lagi 😉
192/365
Fyrir mööörgum árum kynntist ég þessum dásemdar grillbrauðum sem hægt er að leika sér svolítið með þó mér þyki þau alltaf einna best svona einföld 😉 Uppskriftina má finna hér!
191/365
mér finnst alltaf lúmskt gott að skella fylltum sveppum á grillið sem meðlæti með góðu kjöti – ég átti hinsvegar ekki rjómaostinn sem ég set yfirleitt en ég átti harðan mexicoost sem ég ákvað að prufa að skera niður og ofaní – verð að viðurkenna að kryddosturinn er kominn með heilmikla samkeppni núna!
190/365
Við mæðgur sátum og vorum að skoða leikskólabókina hennar Sigurborgar Ástu áðan… jiminn hvað hún var lítil á þessum myndum sem teknar voru fyrstu dagana í leikskólanum ..
189/365
Alveg frá því að Oliver gat labbað sjálfur að berjarunnunum úti í garði hjá mömmu og pabba hefur hann étið allskonar ber á öllum þroskastigum. Það kemur honum samt enn á óvart hversu súr stikkilsber eru sem grænjaxlar…