Nota strætó segja þeir… Ég er búin að vinna kl 16:00 og frístundin lokar 17:00 … Síðustu daga hef ég verið að koma heim eftir kl 17 þrátt fyrir að stoppa ekkert á leiðinni úr vinnunni og leggja jafnvel af stað á slaginu kl 16 … Í gær tók það 50 mín að komast að…
Category: PAD
250/365
þegar það er ekki hægt að velja þá vinnur maður í mörgu… Beyta peysunni “Aska”, sokkarnir “Hermionies everyday spocks” sem eru partur af septembersamprjóni í facebookhópnum “ein slétt ein brugðin” og að lokum ungbarnapeysa í vinnslu…
249/365
Við mæðgur eigum þetta stundum til…
247/365 happy hour
Öðru hvoru gerir stelpuhópurinn í vinnunni sér glaðan dag og skellir sér á happy hour á Slippbarnum … stelpurnar segi ég því strákarnir eru alltof sjaldséðir gestir (og ég reyndar líka). En í þetta sinn var smá tilefni sem var samt ekki beint skemmtilegt fyrir okkur hin en við vorum að kveðja hana Siggu Sála…
246/365
Krakkarnir í Seljaskóla eru að búa til allskonar geimverur í textílsmiðju þessa dagana eða þeir krakkar sem eru í Textíl þessa dagana. Ása Júlía er í þeim hópi og útbjó svona skemmtilega rauða veru. Viðbót 17.sept! það er komin færsla inn á facebook síðu Seljaskóla þar sem sjá má fleiri verur 🙂 sjá hér
245/365
Hópur sem ég er í á facebook ákvað að hafa samprjón í september þar sem allir eru að prjóna sömu sokkauppskriftina sem heitir Hermione’s Everyday Socks og er frí á Ravelry. Ég ákvað að skella mér með og fann þetta gula garn sem ég átti frá “Frá héraði” sem heitir hinu ó svo réttmætanafni “Sólblóm”…
244/365
hversu ruglaður getur maður stundum verið…. í stað þess að leggja það á sig að muna eitthvað í 5 skitnar mín að taka mynd af blekhylkjum svo ég þurfi ekki að muna hvaða hylki vantar í prentarann
243/365 þessir litir
Ég elska litadýrð haustsins