Reyniber eru alltaf í miklu uppáhaldi hjá mér – dásamlegt þegar þau standa ein eftir á trjánum <3
Category: PAD
270/365
Dagsverkin í Birtingaholtinu 🙂 Betra seint en aldrei og var dagurinn nýttur í að taka upp það sem eftir var í kartöflugarðinum hjá foreldrum mínum. Krakkarnir eru rosalega dugleg í þessum verkum og njóta sín í botn að aðstoða ömmu og afa.
269/365 Fallega þrennan mín ♡
Við fórum í smá göngutúr í dag um Elliðárdalinn <3 Fallegt veður og fullkomið til þess að smella nokkrum myndum af krökkunum.
268/365
ég ætti að taka dóttur mina til fyrirmyndar ♡ Leifur: “afhverju skrifaðiru þetta?”Ása Julía: ” baara… þetta eru setningar til að láta mér líða betur”Leifur: “liður þér illa?”Ása Júlía: “nei alls ekki þetta er bara til að minna mig á ef mér líður einhverntíma illa” Mikið sem það væri nú gott að tileinka sér þessa…
267/365 nomnomnom
vá hvað þetta er mikil snilld – hægt að kaupa frosinn camelbert til þess að hita í ofni og fá svona djúpsteiktan camelbertfílíng á auðveldan máta – ekkert bras bara hita ofninn 🙂 Stundum eru það einföldu hlutirnir sem virka!
266/365
Jæja það hafðist! Sokka samprjónið hjá “ein slétt ein brugðin” hópnum á Facebook 2019 voru semsagt Hermione’s Everyday socks og flokkast sem mínir fyrstu fullkláruðu sokkar sem eru ekki ungbarna síðan í Hagaskóla en þá prjónaði ég klassíska ullarsokka með miiikilli hjálp frá mömmu 🙂 Munstrið gerir ótrúlega mikið fyrir þá þrátt fyrir að vera…
265/365
það er eitthvað við friðsældina sem kemur yfir börn þegar þau sofa. stend mig stundum að því að rétt ætla að kíkja inn til krakkana, slökkva ljós, færa bækur og svo frv að gleyma mér og bara fylgjast með þeim sofa <3
264/365
Ég er orðin of góðu vön í vinnunni… Get ekki einusinni hoppað lengur á milli 2 forrita… 2 skjáir eru bara of þægileg vinnuaðstaða til þess að afvenjast.