Oliver okkar fagnar 13 árum í dag húrra Samviskusami orkuboltinn okkar sem átti þá einu ósk á þessum annars skrítna afmælisdegi að fá Folaldalund með Bernes og marengsköku með nóg af berjum. Við nýttum góðaveðrið í smá fjölskylduviðrun og gengum Búrfellsgjá með afmælisbarninu. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá deginum.
Category: heilsa
Mosfell
Við skelltum okkur í göngutúr með smá hækkun í vorveðrinu í dag 😛 Mosfell varð fyrir valinu. Krakkarnir eiga ekki í neinum vandræðum með að rölta þangað upp <3 enda frekar létt ganga, dálítið brött í upphafi en svo bara ljúfmeti og útsýni. Við reyndar lentum í smá bleytu uppi á toppnum þar sem var…
hjólatúr
Fyrsta lengri hjólaferðin þar sem allir hjóla sjálfir *jeij* Sigurborg Ásta er orðin svo stór og dugleg að hjóla að við ákváðum að prufa að skella okkur í hjólatúr niðrí Elliðárdal saman. Hún var svo öflug og þetta var ekkert mál að hennar mati. Nú er ekkert sem stoppar okkur í að gera það sem…
Sundmót
Oliver átti að taka þátt í sundmóti um helgina sem fór ekki alveg á þann veg sem búist var við. Þannig er að hann og vinur hans voru eitthvað að fíflast eftir æfingu í gær og ákveður vinur hans að lyfta honum upp og þar sem þeir eru auðvitað báðir rennandi blautir og bara á…
Uppskeruhátíð Ægis
Duglega barn! Oliver var annar stigahæsti í sínum aldursflokki árið 2019 og með bestu ástundun drengja í sínum hópi, þjálfarinn hans sagði að aðrir ættu að taka hann til fyrirmyndar þar sem hann mætti á allar æfingar þrátt fyrir að vera meiddur – og í þokkabót hafi hann mætt aðeins meiddur á eina æfinguna og…
sundstelpa
Þreytta stelpuskottan mín eftir flott sundmót í Keflavík í dag. Stóð sig svo vel á mótinu þó vinna þurfi í sumum atriðum til að fá gilda tíma en það kemur allt með kalda vatninu. Markmið náðist þó í dag að ná gildum tíma í bringusundi 😀
Annállinn
Jæja… árið er senn á enda og kominn tími til að gera árið upp á minn hátt <3 Ég er búin að vera að velta því fyrir mér hvort ég ætti að gera þetta mánuð fyrir mánuð líkt og ég hef gert svo oft áður en ég er eiginlega á báðum áttum hvað það varðar……
351/365
Aumingja Sigurborg mín fékk “rassaþotu” í augabrúnina í dag og er að bólgna alveg rosalega upp og blána. Sé fram á að barnið verði með glöðurauga á aðfangadag! Vonandi samt ekki!